Sæl/ir,
datt bara í hug að senda tvær hugleiðingar hingað sem ég hef verið að velta fyrir mér:
1. Hef tekið eftir því að þeir sem nota leyniskytturifflana* eru oft litnir miklu hornauga, kallaðir awp hórur og camp aumingjar eitthvað svoleiðis. En er þetta alltaf svoleiðis? Þessir rifflar eru ekki í leiknum af ástæðulausu, þetta eru vopn sem er ætlað að myrða andstæðinginn af löngu færi. Semsagt allsengin návígisvopn, og ég sé bara ekki alveg hvað er svona slæmt við þetta :), auðvitað er það óþolandi pirrandi þegar í hinu liðinu eru kannski 4-5 leyniskyttur, enda er það ofgjörningur, og er líka mælst til þess að menn fylgist með hvernig vopn samfélagarnir eru með og vera ekki með of mikið af awp. Sjálfur nota ég nú ekki mikið þessa riffla, dýrir og ég er bara ekkert góður í að nota þá. Ps. sagði ekki Jean Reno í hlutverki Leon eitthvað á þá leið að the closer you get, the better you are. Minnir það.
2. Svindl. Leikur að einhverjum öðrum grunur um að á almennu leikjaþjónunum þrífist argastasvindl í miklu mæli? Hvað varð um punkbuster, er hætt að nota það alveg? Auðvitað getur maður ekki sannað eitt eða neitt, en manni finnst ýmislegt ansi grunsamlegt. Ég veit nú ekkert hvaða svindl eru í gangi eða hvernig þau virka, hef lítinn áhuga á svindli. En er það ekki svo að margir í ‘topp’ klönunum eru hættir að spila á þessum þjónum, hefur það eitthvað með þetta að gera? Allavega, svovirðist sem óheiðarleikinn og ódrengilegt spil sé það sem koma skal á almenningsleikjaþjónum og er það miður, mjög leitt.
—
*ákvað að nota mestmegnis íslensk orð, þau hljóma betur ;)
—
Knowledge kills action.