Ástæðan afhverju ég skrifa þessa grein er sú að reyna að upplýsa notendur hversu mikill dónaskapur fer fram hérna á degi hverjum. Í næstum hvert einasta skipti sem einhver biður um hjálp þá fær hann svör eins og “OMG STFU N00B, GOOGLAÐU FÍFLIÐ ÞITT” hvað fær eiginlega fólk til þess að svara svona, fékk það ekki næga brjóstamjólk í æsku? Í vinnu og skóla myndiru þá svara aðila svona sem væri að biðja þig um hjálp?
Eins og með myndirnar, hvað með það þótt einhver sendi slappar myndir inn af svífandi byssum og köllum í asnalegum stellingum? Myndin er ekki ömurleg þótt þér finnist hún það. Fólk hefur mismunandi skoðanir og þakkið guði fyrir það því ýmindið ykkur hvað lífið væri leiðinlegt ef allir væru eins…
Takið lífinu með ró og munið að það er enginn að neyða einn né neinn til að skoða myndirnar hérna. Ef þér líkar ekki einhverja mynd hérna má láta það bitna á mér.
Takk fyrir.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius