En þetta hafðist loksins, eftir mörg símtöl í næstum öll íþróttahús íslands, fékk ég loksins jákvætt svar frá húsverði valshússins um að húsið væri laust og tilbúið fyrir útleigu. Ég greip auðvitað þetta tækifæri og skaust strax niður eftir og leit á place-ið.
Ég vil nefna að þetta er EKKI veislusalurinn sem að notaður var við smell, heldur er þetta íþróttasalurinn niðri sem að er mun stærri, og ætti hann að rúma aðeins yfir 200 manns, vegna þessa hefur verið ákveðið að hætta við að hafa cod2 á mótinu og verður þá aðallega lagt áheyrslu á cs 5on5 ásamt aukakeppnunum: cs 2on2, wc3 1on1, KÖKUÁT og GOSÞAMB.
Við eigum eftir að fá staðfestingu frá húsverðinum í kringum nettengingu, en það er heldur ekki first priority.
Ég vil einnig leggja áheyrslu á að skráning er ennþá í gangi og mun hún lokast 5. des, endilega skrifiði til mín á ircinu með clantag, nicks og KENNITÖLUM og þeir sem að gáfu mér ekki kennitölur í skráningu verða að gera það sem fljótast.
Fleirri upplýsingar um mótið munu koma strax og það upplýsist á #gamers.2tm @ ircnet.
#clan-oasis