#gamers.2tm - LAN Ég var í miklu sjokki eftir að hafa heyrt að skjálfti hefði hætt við skjálfta 4 og verið að hugsa um að minnka skjálfta lönin niður í 3 eða jafnvel 2 á ári, þannig að ég tók málin í eigin hendur og byrjaði að skipuleggja mitt eigið mót á hönd tothemax (#gamears.2tm) og hef ég eytt miklum tíma að redda húsnæði, borðum, switchum, serverum, sponsors, rafvirkja og er það allstór listi en þrátt fyrir það er margt eftir eins og gæsla, matur og margt fleirra.

Lanið verður haldið í digranesi og verður það haldið frá laugardeginum 17. des - mánudagsins 19. des, með borðum frá lions í kóparvogi, switchum/netsnúrum frá www.tolvuvirkni.is og serverum frá www.netsamskipti.is. Verðlaun verða 150.000 krónur deilt yfir efstu þrjú sætin.

Hérna kemur listin yfir verðlaun og combos:

Counter Strike 5on5;
Fyrsta sæti: 100.000kr
Annað sæti: 50.000kr
Þriðja sæti: 25.000kr

Counter Strike 2on2;
Fyrsta sæti: Aukaverðlaun

Warcraft3 TFT 1on1;
Fyrsta sæti: Aukaverðlaun

Svo verða aukakeppnir á borð við kökuát og kókþamb ;).


Það er þó einn hængur á þessu öllu og það er budgettið ($) og því veltur allt á skráningu hvort að lanið verður haldið eður ei. Það mun kosta 3.500kr inn sem verður borgað við dyrnar eða með yfirfærslu viku fyrir lanið. Það verður pláss fyrir upp til 400-500 manns og það er must ef að þetta lan á að vera haldið að skráning verði kominn upp í 250 manns fyrir 5. des og 300 manns viku fyrir lanið.

Skráning verður hjá es\crasher|2tm á #gamers.2tm og arnor_o@hotmail.com. Ég vil nefna að ice, mta, diG og seven voru spurð út í skráningu fyrirfram og svöruðu þau öll játandi. Þannig að endilega skráið ykkur fyrir 5. des ef að þið viljið að eitthvað verði úr þessu, takk fyrir mig :)
#clan-oasis