Er að velta því fyrir mér. Í þann tíma sem ég hef verið að fylgjast með þessum korkum (og áður en þeir voru fluttir hingað á Huga.is) þá hef ég aldrei rekist á quake-ara sem setti út á CS að fyrrabragði. Aðeins þegar CS gaurar komu inn á korkana og fóru að niðurníða Quake. Man sérstaklega eftir nokkrum tilvikum af Action Quake korkinum sem endaði með því að CS spilari að nafni Whistler var bannaður af umsjónarmönnum korkanna.
Það er líka undarlegt eins og kom fram neðarlega í svari við greininni CS vs Q3 að CS menn þurfi alltaf að sannfæra sjálfa sig um að CS sé betri en aðrir leikir. Ekki sjáum við t.d. AQ gera þetta og ég tilgreini þá vegna þess að það er meira líkt með AQ og CS heldur en öðrum moddum af Quake (urban terror ?).
Svo að endingu CS-menn GROW UP