Mikið hefur borið á því að CS:S spilarar eru að kvarta undan laggi eftir síðasta Steam update.

Við síðustu uppfræslu á Steam, þá updataðu þeir hin svokölluðu normal maps (þar sem í tæknilegu þá er tekið high-poly model, lightsourcið á því renderað í texture og skellt á low-poly model, pretty nifty actually :D) sem tekur mikið af CPU svo að tölvur flestra eru ekki að ráða við þetta og veður þá FPS drop.

Það sem hægt er að gera til að laga þetta aðeins (allavegana er þetta eina leiðin sem mér hefur tekist til að finna upp á) er að fara í Options (ath! áður en maður connectar, því annars disconnectast maður)

Fara í: Options -> video -> advanced og minnka High Definiton.. thingy (skammstafað HRDI) setja það bara í none, það er best :)

Skuggarnir á módelunum sjálfum verða eitthvað lakari við þetta, en þetta gerir það að verkum að CS:S verður afut spilanlegur fyrir okkur sem eiga ekki tölvur sem vega tonn, taka heil herbergim í plássi og þurfa vatnskælingu.


Vonandi hjálpar þetta ykkur.