Sælir, þér kussunarsömu kussarar og melludólgar er sækið þennan sjó.
Sælir lesendur Half-Life áhugamálsins. Þetta er reyndar mjög virðulegt ávarp í forn-íslensku máli… flettið því bara upp ef þið trúið mér ekki. Skal kannski segja ykkur það í svari við greininni ef þið eruð (drengir) góðir.
Í dag fögnum við því að íslenski NS serverinn er kominn aftur. Haaalellúja. Ég ætla að bíða aðeins meðan þið gospelið um öll gólf og lofsyngið hinn heilaga Onos. Ok, nú þegar það er afgreitt…
Já íslenski serverinn er kominn aftur eftir langa fjarveru, og nú þegar fólk er farið að tínast úr WoW aftur þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það mun mæta ferskt til leiks á ný. Við íslendingar höfum alltaf verði stoltir af servernum okkar og talið hann einn þann besta í heimi. Því hér voru alltaf reyndir og hæfir menn, vopnfimir bæði á lyklaborð og mús, og herkænir á erfiðri stund. En þó þolinmóðir og drengir góðir, léttir í lund og margfróðir. Gamansamir á góðri stund, gæðablóð og síst gífuryrti, nema í góðu gamni. Jarpir á hár og réttnefjaðir, háir yfirlitum og munnfríðir. Blá voru þeirra augu en bleikir á hörund, kappar miklir og síst til undanhalds í orrustum hinum erfiðustu, þeir sneru bökum saman og fóstbræðralögum bundust, í svita, aur og blóði orrustuvallarins. Stóðu þeir saman til hinsta manns, hinsta andardráttar, hinsta blóðdropa. Allir sem einn…
Nema reyndar ef að onos kom.
En já svona fyrir utan að fara *pínulítið* út fyrir efnið, þá meina ég að við íslendingar vorum alltaf stoltir af okkar server því hér voru góðir spilarar og góðir MENN að spila. Með því meina ég að mórallinn var góður og þetta var góður staður fyrir nýja spilara að læra á leikinn, því allir voru gömlu gæjarnir þolinmóðir í að svara spurningum og miðla þekkingu sinni. Þar er helst Slayer þekktur fyrir þolinmæði sína og jafnaðargeð gagnvart “núbbunum”.
Já og Slayer biður mig að skila því að öllum (reyndum sem og óreyndum) er velkomið að taka þátt í scrimmum bæði við aðra íslendinga sem og á móti útlenskum mellum. Irc rásin er #ns.is fyrir þá sem hafa áhuga (hafið samband við gaur með nafnið “Grizzi”) eða segið það bara inná rásinni, whutever.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að verða instant “pro” í leiknum (eða með öðrum orðum með hann vel á hreinu) áður en þeir svo mikið sem prófa hann í fyrsta skiptið er bent á að kíkja á hina íslensku NS hjálp sem er hýst hérna á huga.
http://www.hugi.is/hl/articles.php?page=view&contentId=1839572
Það vita það ekki allir en á bakvið NS er þónokkuð sögusvið og vísindaskáldskapur. Þessi grein grein útskýrir hvað ég á við. (ATH það þýðir reyndar ekki að clicka á linkana inná www.natural-selection.org því hún er niðri í augnablikinu. Verið að uppfæra hana eitthvað massíft víst).
http://www.hugi.is/hl/articles.php?page=view&contentId=1839572
Svo er hér grein fyrir þá sem hafa áhuga á hvernig á að æfa sig í að vera commander á sinni eigin tölvu (stjórna liðinu). Það er mælt með að fólk lesi sér til um leikinn og jafnvel æfi sig í að comma áður en maður stígur í comm stólinn.
http://www.hugi.is/hl/articles.php?page=view&contentId=1746189
Takk fyrir að lesa. Og já, þessi kveðja mín í byrjun greinarinnar:
“kussunarsamur” þýðir: Fínn með sig eða hótfyndinn.
“kussari” þýðir: Víkingur eða sjóræningi
og “melludólgur” þýðir: Óvinur tröllkvenna, eða jafvel þrumuguðinn Þór sjálfur (og mella þýðir þarmeð tröllkona, en ég notaði það orð á öðrum stað í greininni líka í þeirri merkingu)
SAGÐI YKKUR að þetta væri virðuleg kveðja á góðri íslensku. HAH HAH!
Kær kveðja: Reynir “OBhave”