Nú hefur www.half-life.isopnað eftir þrotlausa vinnu í 6 mánuði og útkoman er hið glæsilegasta.
Síðan hefur samt sem áður verið opin fyrir “Fréttir og Tilkynningar” allann þennann tíma og hafa verið skrifaðar meira en 200 fréttir og um það bil 1000 álit við þessar fréttir.

Þessi síða fjallar um leikinn Half-Life sem var gefinn út af Valve Software árið 1998 og einnig um alla aukapakka sem hafa komið við hann og má þar meðal annar nefna leikinn Counter-Strike sem er einni vinsælasti internetleikur í heiminum í dag. Á www.Half-life.is er einnig að finna alhliða upplýsingar um Half-Life 2 sem er framhald af fyrsta leiknum en Half-Life 2 kom út í Nóvember árið 2004. Einnig er hægt að finna mikið af fréttum sem eru tengdar þessum 2 leikjum og öllum þeim hundruðum modda sem hafa komið við leikina þar sem að það er risastórt samfélag leikjaunnenda sem skrifar á öðrum svona síðum útum allan heim og er www.Half-life.isaðeins ein af þessum síðum.

Á www.Half-life.is er hægt að lesa margt um þessa leiki og einnig er skráasafn sem hýsir fullt af hlutum sem er hægt að bæta við eða breyta í leiknum. Þar má á meðal annars minnast á möpp þar sem að aðrir leikjaunnendur hafa gert og geta notendur síðunnar niðurhalað mörgum svona og spilað. Einnig eru myndbönd úr leikjunum sem eru allt frá hraðametum upp í frag-video sem eru oftast myndbönd af flottum drápum í þessum leikjum.

Spjallborðið á www.Half-life.iser ekki að verri endanum, en þar geta notendur síðunnar miðlað upplýsingum sín á milli sem nú eru orðnir fleiri hundruð notendur. Það er hægt að biðja um hjálp eða bara miðla upplýsingum sínum um Half-Life leikina og spekúlera í söguþræði þeirra.

Á www.Half-life.is eru ýmsar upplýsingar um leikina og má þar nefna ýtarlegar upplýsingar um persónur leikjanna, vopnin í leikjunum, faratækin í leikjunum og svo allar þær ókindir sem þú gætir mætt á leið þinni í gegnum leikina. Svo er hægt að skoða ýmislegar myndir úr öllum nýju Half-Life leikjunum eins og Half-Life: Source sem er endurgerð af fyrsta Half-Life leiknum, Counter-Strike: Source sem er endurgerðin af vinsælasta netleik allra tíma og margt annað sem flott.

Síðan hefur fjöldann allann af notendur og hafa verið skrifaðar meira en 200 fréttir á þessum 6 mánuðum sem síðan hefur starfrækt og hafa verið skrifuð um það bil 1000 álit við þessar fréttir. Við vonum að öllum líki vel hér, skrái sig og hjálpi okkur að gera síðuna betri með tímanum.

Sem notandi, þá vil ég bjóða ykkur velkominn á www.half-life.is og njótið vel.

Kær kveðja og von um góðar undirtektir
Chef-Jack