Núna á miðvikudaginn verður brotið blað í sögu Counter-Stike á Íslandi, en þá kemur út fyrsta íslenska CS mappið, cs_dtown, en það er [.Hate.]Nazgul sem gerir borðið af einstakri snilld. Það hafa eflaust margir heyrt um þetta borð og sumir jafnvel séð það á þeim tíma sem þetta map hefur verið í vinnslu, því að það er óhætt að segja að þetta hafi verið “million years in the making!” Nazgul segir sjálfur að þetta sé aðeins fyrsta mappið frá honum og hann sé nú þegar byrjaður á öðru.
Mappið verður sett á [.Hate.] síðuna (http://hate.simnet.is) í dag eða á morgun, og verður síðan keyrt eingöngu á [.Hate.] servernum á miðvikudagskvöld. Serverinn verður lokaður til klukka 22:00 en verður þá opnaður öllum og mappið mun rúlla alla nóttina, þannig að þeir sem hafa áhuga, geta skoðað mappið. Ef að fólki líkar þetta vel verður það væntanlega einnig sett upp á Símnet og ISnet.
Miðvikudaginn, 30. ágúst 2000, [.Hate.] serverinn og cs_dtown, frá [.Hate.]Nazgul, fyrsta (eina?) alvöru íslenska CS mappernum!!!