Ýmis hljóð/myndvinnsluforrit
- Vegas Video 4.0/5.0
Forrit þetta er mjög einfalt í notkun, býður upp á mikla vinnu við effecta og aðra vinnu. Flest CSMovie eru gerð í þessu forriti en það er ekki jafn professional og önnur klippiforrit sem kostar tugi þúsunda.
- Adobe Premiere
Forrit þetta býður upp á marga möguleika við render og hljóðvinnu, ef þú ert að leita að miklu synci og annað þá er þetta án efa þitt forrit. Forritið býður ekki upp á marga effecta en tímalínan í forritinu er allt öðruvísi en í t.d Vegas Video. Færri CSMovie eru gerð í þessu forriti þar sem fáir leggja í það að læra á það.
- VideoMach
Forritið er einfaldlega gert til að raða saman römmum líkt og .bmp, .jpg og fl. Flestir eða ef ekki allir hafa notað þetta forrit.
www.gromada.com
- Fraps
Margir venja sig á það að nota Fraps en ég mæli eindregið gegn því. Forritið klukkar rammana aðeins 30 á sekúndu og því ekki hægt að gera þetta einstaka smoothness sem einkennir mörg movie.
www.fraps.com
- Sound Forge
Atvinnu hljóðvinnsluforrit, ekki auðvelt í notkun en getur reynst þér mjög vel ef þú leggur í það að nota það.
Hvernig skal gera movie
sync
Aðalatriðið #1, 2 og 3 er að synca allt hljóð. Myndband þar sem t.d Britney Spears er í botni allan tímann og flottasta fraggið er í takt þegar Britney Spears er að syngja rólega melódíu, fáránlegt. Góð leið til að synca er að horfa á tímalínuna og þar eru svokallaðir spikes þar sem þú sérð hvar hljóðið hækkar, kemur hvellur eða annar álíka effect í laginu. Stundum koma langir spikes og þá er gott að setja klippur sem eru lengri.
intro
Til eru margar mjög góðar uppskriftir af góðu introi, líkt og í mínu fyrsta moviei þá var slideshow á logo sem ég gerði, fáránlegt. Þú verður að hafa einskonar theme og hafa gott lag sem passar vel við það sem um er að vera. Þú sýnir bæði terr og ct hlaupa og þú sýnir frögg. Þú hefur aldrei intro á íslensku, “Production Presents”, “A CS Movie”, “Directed by: Nick”. Þetta kemur mun betur út.
outro
Outro skiptir í rauninni voðalega litlu máli, en ekki hafa einhverja stafi sem enginn vill horfa á. Settu inn fyndin atvik og eitthvað lauflétt grín.
FPS - Frames
Náðu í moviemakers custrom sprites til að taka út peninginn og annað bug. Hud_saytext fer ILLA í mig og ég slekk á flestum movieum þegar það kemur upp.
Skoðaðu demoið, segjum að demoið heitir “clanvsclan-dd2” þá þarftu að skrifa í console, “viewdemo clanvsclan-dd2” þá kemur upp einskonar tímalína, gott er að skoða atvikið áður en þú gerir klippu úr demoinu.
MARGIR byrjendur í moviemaking gera þau mistök að horfa á recordið og spóla til baka og gera klippu, en þá liggja líkin eftir dauð síðan seinast sem þú skoðaðir recordið, farðu roundið á eftir og leyfðu því að klárast, með þessu móti fara öll líkin burt og þú gerir mun betri klippu.
Þegar þú ætlar að gera klippuna.
Stoppaðu demoið, opnaðu console og skrifaðu.
“startmovie klippa 90”, þú skrifar 90 til að fá fleiri ramma og mun meira smoothness þegar þú þjappar þeim saman sem ég kem inn á á eftir.
Þegar klippan er búin gerirðu “endmovie” eða ýtir á f12 (Með Moviemakers.cfg)
VideoMach
Dragðu yfir alla file-ana og dragðu þá yfir í videomach, oftast koma öftustu fælarnir fyrst og þá þarftu að eyða nokkrum svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur þegar þú ferð í Vegas seinna.
Farðu í Settings, skýrðu klippuna t.d “C:\Movies\My Movie\Klippa1.avi”, farðu í næsta flipa og veldu “Full frames uncompressed” sem codec. Ýttu á “Start” og klippan byrjar að renderast.
Vegas
Dragðu “klippa1.avi” inn í Vegas, hægrismelltu og veldu “Properties” og þar sérðu neðst “Playback Rate” (Default 1.000), settu það í “3.000”, þá þjappast rammarnir og þú færð einstakt smoothness.
Happy Moviemaking
www.moviemakers.nu
DEMENTE