
Hvað er Combine?
Combine (Einnig þekkt sem Samruninn eða Alheims Bandalagið) er miskunarlaust keisaraveldi sem gerir innrás á plánetur til þess sjúga allar afurðir, alla tækni, alla þekkingu og allan styrk úr þeim. Sem kynþáttur eru Combine “Sameining” tegundanna sem þau hafa tekið yfir. Í gegnum erfðafræðilega tækni, lífefnaverkfræði og tæknilegar útfærslur eru Combine einfaldlega “yfir-kynþáttur” sem sameinar alla bestu eiginleika hverrar tegundar sem þeir eyða ( þá meina ég þekkingu, vopn og tækni). Við getum séð það frá atburðunum á Xen og Jörðinni að Combine eru tæknilega þróuð, skipulögð, markviss og sterk.
Það hafa án efa nokkuð margir lesið þetta á ensku en ég þýddi þetta bara fyrir þá sem eru ekki góðir í ensku en hafa mikinn áhuga á Half-Life leikjunum. Það er hægt að sjá afgangin á slóðinni www.half-life.is/hlstory.
Fyrir þá sem eru mikið fyrir að nöldra þá fékk ég leyfi fyrir að gera þetta opinbera Íslenska þýðingin af þessari Handbók og mun þetta birtast á upprunalegu síðunni. Vona að einhverjir hafi not af þessu.
Mæli ekki með því að neinn sem hefur ekki unnið báða aðal Half-Life leikina lesi þessa handbók.