Jæja.. Mér fannst kominn tími á það að starta smá umræðu um HL2DM. Fyrir þónokkrum árum var Half Life Deathmatch mjög vinsælt í netspilun. Nú með útkomu HL2 hafa Valve gefið út svipað modd fyrir HL2.
Moddið er einfalt. Í því er notast við vopnin úr leiknum (Í síðasta patchi var þó bætt örlítið við vopnabúrið, þ.á.m. vopni sem kallast SLAM og er ekki í leiknum). Hvað er skemmtilegra en að grýta heilu skrifborðunum eða sagarblöðum í mótspilara? Eða þá að sjá lík fljúga með ragdoll-efectum eftir að hafa fraggað mótspilara með rocket-launcher?
Borðin eru einnig byggð á mismunandi hlutum leiksins. Þar ber helst að nefna götur og niðurníddar byggingar úr City17 og hluta fangelsisins sem kemur fyrir í Half-life 2 singleplayer. Sem stendur eru bara komin 3 official möpp frá Valve en seinna í mars mánuði munu koma út 3 ný möpp til viðbótar sem sigruðu í Valve HL2 mapmaking contest.
HL2DM er annaðhvort FFA (free-for-all) eða teambased. Í FFA er klassíska deathmatch fílingnum viðhaldið þar sem þú hleypur um og fraggar allt sem þú sérð en í teamgame keppirðu sem annaðhvort Rebels eða Combine soldier og reynir að safna fröggum með þínu liði. Einnig eru til objective based möpp en ég nenni ekki að fara út í það þar sem að þau eru enn fá og mjög lítið spiluð.
HL2DM er magnað en hefur þó sína galla. Frá því að það kom út hafa bara komið 2 patchar fyrir það og því er ennþá nokkuð um galla í leiknum. Þó að þetta sé official modd þá er það ennþá að slíta barnaskónum og á langt í land þangað til að það verður fullkomið. Þrátt fyrir það er það þrælskemmtilegt og ég mæli með því að allir sem eiga HL2 prófi það – Enda er það frítt.
Það er leiðinlegt að sjá hvað HL2DM er lítið spilað hér á landi. Það er kannski ekki skrítið þar sem að serveramál hafa verið í henglum. Oggz serverinn laggar verr en mið-austurlenskir serverar og simnet serverinn sem aldrei var uppfærður var tekinn niður vegna lítillar notkunar (Sem stafaði af því að hann var aldrei uppfærður).
Hér með skora ég á admina Oggz að gera eitthvað í serveramálum og ykkur hin að prófa HL2DM.