Ég veit ekki um ykkur en mér finnst alltof mikið hafa verið tekið úr Hl2. Ég er einn af þeim sem keypti silfurboxið og fékk þá náttúrulega þennan litla bækling og bol sem fygldi með honum, og bolinn :p.

En þegar maður er búinn að lesa allan bæklinginn þá liggur við að maður vill bara leggjast undir sæng og gráta. Það var svo ótrúlega mikið tekið úr leiknum að það er bara ekki fyndið.

Ég tek sem dæmi. Þið munið eftir The Combine Dropship sem leit út eins og krabbi. Það átti að geta labbað um eins og lifandi krabbi með ótrúlega flott movement, nokkurn veginn eins og stryder. Ég tek annað dæmi, þið hljótið allir að hafa munað eftir The Hydra, allavega hinu mestu Hl fans muna eftir henni. Hún var þessi stóra gegnsægja vera ( Eins og snákur ) sem faldi sig í borðunum og réðst á allt sem hún sá. Hún var tekin út úr leiknum út af því að hún var talin vera of erfið í first person gameplay, en skít með það þeir þurftu ekki að taka hana út leiknum út af því, þeir hefðu getað notað hana fyrir cinematics. Þið getið séð Hydruna í myndbandi sem hægt er að ná hérna http://static.hugi.is/games/hl2/videos/ og klikkið á hl2-tunnels.exe.

Þið munið líka allir eftir The Antlion og Antlion Guard, auðvitað muna allir eftir þeim, litlu skemmtilegu gæludýrunum sem maður stjórnaði. Það átti að vera ein tegund í viðbót sem átti að heita Antlion King. Það vera skepna sem átti að vera stærri en stryder og átti að vera bara einhver gífulegur endakall í einhverjum kafla, sú hugmynd var eiginlega aldrei það vel tekin til greina vegna þess að það hefði verið þurft að búa til heilt svæði bara fyrir hann sem hefði kostað en meiri tíma og penninga.

—-

I am not a crackpot