Ég hef verið að ráfa um þetta áhugamál í leit að einhverju skemmtilegu en það eina sem ég finn eru bara spurningar um hitt og þetta sem er löngu búið að svara o.s.frv. svo ég ákvað að gera kork fyrir ykkur þarna úti sem kunna ekki neitt í von um að þið hættið að væla (Eða eruð þið kannski bara að reyna að fá STIG?)
FPS (Frames Per Second) í Counter-Strike:
FPS eða Frames Per Second eins og það heitir á ensku er það sem skiptir mestu máli með alla leiki. Eins og ég man þá var þetta ekki til í gömlum leikjum en loksins er það komið. En til að fá gott FPS verður maður að hafa gott skjákort. Ég á 32MB S3 Prosavage skjákort og það gefur mér gott FPS sem fer aldrei undir 50 FPS nema þegar ég fer í reyk (Sem er bara hjá öllum alltaf). Ef fólk vill hafa gott FPS þá ráðlegg ég ykkur að fá ykkur gott skjákort sem er að minnsta kosti 128MB og að það styðji við örgjörvann sem þið notið og Windows XP. Svo er líka best að fá sér nýjustu Driverana.
Fyrir þá sem bara geta ekki fengið sér skjákort sem er með meira en 32MB þá kíkið hérna
En plís notið þetta bara á public því það er stranglega bannað að nota sumar stillingar úr þessu á Skjálfta
Lagg (LAG):
Lagg eða hvað sem það kallast er eitthvað sem allir hata við leiki. Hvernig væri ef lagg væri ekki til? Ímyndið ykkur að þá væru leikirnir miklu betri og þannig. En lagg eru eiginlega bara orsakir þess ef fólk fær ekki upplýsingarnar sem það þarf frá serverinum eða öfugt. Helstu kveikjur laggs eru þegar mikið er að gerast á ykkar neti. Mest allt netið er stjórnað af einni skrá sem heitir svchost.exe en líka öðrum skrám. Þessi skrá verður að fá sem mesta minni (MEMORY) og tölvan getur gefið svo netið ykkar virki rétt. Það er margt sem getur hægt á þessu eins og að fólk er að ná í eitthvað á netinu. Ein regla til allra: Aldrei vera að ná í neitt á netinu á meðan þið spilið leikinn. Svo er eitt annað sem er merkilegt. Það er að hafa góðann eldvegg (Firewall) sem hægir ekki á netinu.
Kíkið hingað
Bottar fyrir CS 1.6:
Já það eru til bottar fyrir 1.6 og það eru til margar tegundir af þeim allstaðar á netinu. Það þarf bara að leita af því, en ekki fá ykkur IVP Bots því þeir eru drasl!!!! En afhverju þurfið þið botta fyrir 1.6? Getið þið ekki bara spilað á buplic? Hættið að spurja um botta og leitið bara á netinu eftir þeim.
Models (noobar kalla það skins o.s.frv):
Models eru útlitið á köllunum, byssunum, sprengjunum, flashinu og hinu dótinu. Þessu á ekkert að breyta því það bara gerir leikinn óraunverulegri. Það er líka stranglega að nota annað en default models á skjálfta. Til er smá villa sem getur komið fyrir þá óheppnustu að modelin breytist í modelin sem eru í Condition Zero og þá bara náið þið í fixið fyrir það hérna
Cheating-Death:
Þetta forrit er besta forritið sem tekur á höxurum (hackers) og það er bara skylda að nota þetta forrit á Símnet og OgGz serverunum. Þeir sem eru ekki með forritið þurfa ekki endilega að vera haxarar en þið bara verðið að fá ykkur þetta forrit og hérna náið þið í það. En það er bara eitt að til eru höx sem bypassa þetta forrit og eru auto update-uð eins og c-d, en ég mun aldrei gefa neinar upplýsingar um hvar er að finna þau. Þau bara eru til og þið munuð sjá einhvern einhverntíma vera haxandi á Símnet eða OgGz ég lofa ykkur því.
Annað:
Margir hafa verið að rugla saman FPS og LAGGI. Jújú lagg kemur þegar FPS er voðalega lítið (undir 10) en það er bara skjákortið sem laggar þá en ekki internet tengingin ykkar. Netið hjá ykkur er í fínasta lagi þó að skjákortið ykkar laggi en það bara hægir á leiknum eða þannig. Það besta sem ég veit til að laga lagg sem kemur ekki af skjákortinu heldur netinu eru nokkrar af þessum stillingum:
cl_cmdrate 20 (Aldrei hafa þessa stillingu yfir 50 því annars laggar netið)
cl_updaterate 20 (Aldrei hafa þessa stillingu yfir 50 því annars laggar netið)
cl_rate 9999 (Aldrei breyta þessu því annars laggar netið)
rate # ((7500 - 25000) Já það er misjafnt hvaða stilling virkar best)
Annars vegar kíkið hingað
Svo eru líka upplýsingar um eitthvað hérna á þessu áhugamáli en vá það virðist eins og allir séu sjónlausir eða heimskir því það spurja allir um það sem er búið að svara. Ég vona núna að þetta rugl minnki eftir að ég hef skrifað þessa grein því ég er kominn með mikla leið á þessu.