Góðan daginn kæru Counter-Strike spilarar.

Tilgangur þessarar ræðu er að ranta smá og útskýra tilgang svindlvarna á public / scrim serverum á Íslandi, hversvegna að ganga í gegnum þennan hroðbjóð og hver tilgangurinn sé með að láta ykkur taka virkan þátt í þessu.

Svindlvarnir eru því miður núna nauðsynlegar á flestöllum leikjaþjónum. Sífellt eru að koma sniðug svindl sem “sniðugum” aðilum finnst gaman að nota til að verða góðir á leikjaþjónum sem og til að pirra aðra. Wallhack, aimbot, speedhack, ballhack, sníphack og fleirri og fleirri eru að tröllríða samfélaginu og gera hvern einasta spilara nærri gráhærðan og eru því margir farnir að spurja sig “afhverju að halda þessu áfram?”.

Þið megið trúa því að það var ekki einhver bráðaákvörðun að setja upp CD á serverum, en áður var þörf, nú var nauðsyn. Ekki einusinni rconar nenntu að spila á serverum vegna þess hversu margir svindluðu, og það er gott merki um tapaða orrustu. Nú jæja, CD var sett upp í óþökk margra neikvæðista sem að ekki sáu tilganginn í því að setja upp eitt pínkuponsu forrit sem að keyrir hljóðlaus í bakgrunni tölvunnar, sáu ekki ástæðu til þess: “Koma hvort sem er ný svindl ..”

Auðvitað koma ný svindl. Ný svindl koma á hverjum degi, hvort sem það er fullur pakki af wallhöckum, aimbottum, speedhöckum eða bara lítið forrit sem gerir þér kleift að spila tetris milli rounda. En þessar svindlvarnir blokka 99% af svindlum sem eru til og eru notuð. Ef að nýtt release kemur af svindlvörnum, þá koma ný svindl. FÍNT! 3 dögum síðar er komið patch við svindlinu og ekki eru þeir margir, íslensku haxararnir sem að nenna að uppfæra svindlin sín á 2 daga fresti en eiga samt á hættu að vera böstaður, því að c-d gefur ekki upp strax hvaða svindl hafa verið gerð finnanleg.

Afhverju þurfið þið samt að setja upp CD?
Afhverju ekki ? Þetta er lítið forrit sem að gerir ykkur kleift að spila á serverum án þess að þurfa að sæta svindlásökunum hægri vinstri. Þetta er voðalega dramatísk hvernig ég skrifa þetta og veit vel af því, enda virðist vera sem að því hærra sem ég urra á ykkur, því hærri gelt ég fæ til baka frá ykkur svo í staðinn skrifa ég dramatíska grein í von um að þið fellið tár á meðan þið installið þessu litla 0,5 mb forriti.

Við erum ennþá með öflugan hóp af rconum sem sjá um að patróla(he he) serverana og eru stöðugt að skoða þau demó sem þið sendið inn á http://demos.skjalfti.is/svindl og banna þar sem við á, og er banlistinn kominn yfir 50 banna múrinn, sem er fagnaðarefni útaf fyrir sig því að þetta þýðir að þið eruð að skipta máli. Cheating Death er bara nýjasta vopnið í okkar vopnabúri gegn thursum og fíflum sem finnst fyndið og cool að svindla.

Við viljum hafa svindllausa servera, við viljum hafa thursalausa servera, við viljum að ykkur finnist gaman að spila á okkar leikjaþjónum, en það er ekki hægt án ykkar hjálpar.. þið verðið að sýna okkur smá skilning og hjálpa okkur að gleðja ykkur :)