Ég tók mig til um daginn að talaði við marga af bestu spilurum landsins um að hjálpa mér að velja besta íslenska spilara ársins 2004, og er ég kominn með niðurstöður. Ef Counter-Strike heldur sínum sess í netleikjamenningu klakans, þá ætla ég að gera þetta árlega ef viðtökurnar verða jákvæðar. Við skulum líta á þetta.
Þeir sem kusu að þessu sinni voru:
- Adios // Calculon
- Adios // roMim
- (diG)Rocco$
- (diG)SuMz
- Drake | DynaMo
- Drake | MrRed
- ice ~ Cyru$
- ice ~ entex
- [mta] fixer
- [mta] jam
- [SeveN] andrig
- [SeveN| deNos
Besti leikmaður ársins 2004
- Drake | zombie 425 stig
Þetta var aldrei í vafa. Það er greinilegt að flestir, ef ekki allir, séu á sömu skoðun. Zombie er lang besti spilarinn á landinu, og hefur hann staðið sig frábærlega vel á þessu ári, hvort sem það hafi verið á Skjálfta eða á CPL.
Það sem var sagt um hann
“Sama hvað við munum reyna við munum aldrei vera með tærnar þar sem þessi maður hefur hælana. Hvort sem það er skjálfti eða erlend mót sýnir hann og sannar aftur og aftur að hann er okkar Eiður Smári í CS”
“Stjörnuleikmaður og einn af bestu spilurum heims, og á rooosalega stóran aðdáendahóp worldwide og stendur alltaf fyrir sínu, langt á undan íslenskri spilun.”
Besti leikmaður ársins 2004 2 sæti
- ice ~ sPiKe 205 stig
sPiKe hefur staðið sig mjög vel á þessu ári. Stráksinn hefur stjórnað ice eins og herforingi á þessu ári og hann hefur uppskorið samkvæmt því. Ice eru þegar þessi orð eru skrifuð, besta lið landsins, og styrktist það heilmikið fyrir nokkrum misserum þegar þeir pikkuðu upp Some0ne frá Drake.
Það sem var sagt um hann
Búinn að stýra ice skútunni á árinu eins og herforingi og uppskorið eftir því
Besti leikmaður ársins 2004 3 sæti
- ice ~ entex 150 stig
Húsvíkingurinn ógurlegi er í 3 sæti. Þetta kemur ekki mörgum á óvart enda er kvikindið búið að eiga frábært ár. Hann og félagar hans í ice hafa unnið Skjálfta tvisvar á þessu ári. Entex gerði stutt stopp í Above-All á þessu ári, en annars hefur hann átt solid ár með frábærri frammistöðu.
Besti leikmaður ársins 2004 4 sæti
- ice ~ Cyru$ 120 stig
Þetta kvikindi er ótrúlegt. Hann mætti á Skjálfta 4 eftir að hafa tekið ágæta pásu, en hann var sterkari en nokkru sinni fyrr. Stráksi hafði víst ekki gleymt aiminu í ljósabekknum, heldur átti hann frábæra Skjálfta og spilaði stórt hlutverk í endurheimtingu ice á titlinum.
Besti leikmaður ársins 2004 5 sæti
- ice ~ Some0ne 115 stig
Það kom mörgum á óvart fyrir nokkru þegar Some0ne ákvað að yfirgefa Drake skútuna fyrir ice. Þetta mun greinilega veikja Drake heilmikið, en þeir munu koma sterkir til baka. Fyrir ICE var þetta ekkert nema jákvætt, enda þrususterkur spilari þar á ferð.
Aðrir sem fengu atkvæði
- (diG)Vargur 100 stig
- Drake | blibb 90 stig
- [mta] jam 30 stig
- (diG)Drulli 30 stig
- ice ~ SkaveN 25 stig
- [SeveN] RedNeck 20 stig
- (diG)LuSharp 15 stig
- [SeveN] Trasgress 15 stig
- Drake | WarDrake 10 stig
- Drake | MrRed 10 stig
- Drake | DynaMo 10
- Adios // Hjorri 10 stig
Ég vil óska zombie til hamingju með þennan titil, sem og öllum hinum sem fengu atkvæði. Ég vona að fólk taki vel undir þessa grein, en það er aldrei að vita að maður geri svona að ári.
Ég vil nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla, gleðilegs nýs árs og þakka um leið fyrir það liðna.