NS: Smá tips fyrir byrjendur eða þá sem vilja æfa sig að comma. Sælir.

Margir hafa verið að pæla í því hvernig menn eiga eiginlega að æfa sig í að comma þegar leikurinn startar ekki einu sinni þegar maður er einn á LAN server. Þetta er hægt með einni lítilli console skipun, “sv_cheats 1”. Málið er bara að starta LAN server og skrifa í console (þú opnar og lokar console með takkanum sem er fyrir neðan “Esc” takkan og vinstra megin við “1” takkan).

Síðan þegar console er opið þá þarf að skrifa “sv_cheats 1”, ýta svo á enter og loka console. Þá geturðu joinað lið og leikurinn byrjar. Þú getur byggt, upgrade-að og evolvað whatever gert allt í rauninni þó þú sért einn á server… og það gerist allt miklu hraðar en venjulega.

og já þið getð annaðhvort byggt fullt af res towers til að fá res eða að þið getið skrifað “givepoints” í console.

Hér skrifa ég svo skipanirnar og fleiri console skipanir sem getur verið nice að vita meðan maður er að leika sér á eigin server með sv_cheats:

“sv_cheats 1” þetta verður að skrifa áður en skiparnirnar fyrir neðan eru notaðar. Til að slökkva á svindlum á að skrifa “sv_cheats 0” (1 er alltaf on og 0 er alltaf off þegar console skipanirnar eru on eða off en ekki t.d. stærð sem þú ákveður)

Eftirfarandi skipanir eru svo svindlin (muna að þau virka ekki án þess að hafa skrifað “sv_cheats 1” fyrst).

“givepoints” = gefur þér resource points í NS classic (strategy mode með commander og því öllu).

“switch” = skiptir um lið en ert áfram á sama stað

“givexp” = lætur þig fá XP í combat (action mode-ið með engum commander)

“startcommandermode” = teleportar þig í næstu comm station og byrjar að comma

“stopcommandermode” = giskið…

“lowcost” = byggingar eru ókeypis

“bigdig” = byggingar byggjast samstundis um leið og maður droppar þeim, þarf ekki að halda inni E eða neitt.

“spawnhive” = býr til random hive fyrir aliens

“killhive” = drepur random hive hjá aliens

“highdamage” = eykur damage á byggingar sinnum 100 og damage á players sinnum 10



Enjoy :)

P.S. Fyrir þá sem vita ekki hvað NS er og vilja prófa/vita meira:

www.natural-selection.org - NS síða framleiðendanna.

http://static.hugi.is/games/hl/mod_clients/ns/ns_install_v3_b5.exe - nýjasta NS downloadið (hér á huga/hl forsíðunni)… þarf ekki að sækja neitt annað bara þennan file og keyra hann.

http://www.hugi.is/hl/bigboxes.php?box_id=66282 - NS Hjálpin hér á huga/hl forsíðunni lesið þetta og þið vitið meira en nóg til að byrja.

Btw til að byrja í NS er trúlega miklu auðveldara að byrja að spila combat leiki (eru í gangi á íslenska servernum þegar færri eru inná og svo eru til fullt af combat only erlendum serverum með góðu pingi).

Ekki hafa áhyggjur af að einhverjir böggi ykkur fyrir að vera nýir og kunna ekki á leikinn (eins og að öskra “NOOB!”)… það eru bara vitleysingar sem á að kicka. Sjáumst í NS ;)