Hressum uppá NS (að víkinga sið)
Nú þegar íslenski serverinn kom aftur gladdi það eflaust mörg lítil enneshjörtu á hinu litla Íslandi, því nú gátum við hætt að hanga á erlendum serverum og farið að spila á rammíslenskum server að víkinga sið.
En hvaða ástæðu höfum vér ennessarar til þess að hætta að hanga á erlendum serverum og snúa aftur á simnet?…svarið er einfalt; EKKI NEINA.
Þetta kann að virðast frekar hörð gagnrýni en að mínu mati er íslenski serverinn einfaldlega of fábreyttur og kannski of leiðinlegur(no offence) til þess að ég nenni að hanga þarna inná, og ég veit að margir eru sammála.
Ástæðurnar eru nokkrar; skortur á AMX mods og plugins, skortur á nýjum borðum, of stutt timelimit í combat o.fl.
Með þessari grein vil ég vekja á því athygli að það þarf að gera miklar endurbætur á íslenska servernum til þess að hann geti staðist samkeppni við erlenda servera, og þar með lífgað aðeins við íslenska NS samfélaginu.
Hér fyrir neða vil ég koma með tillögur að endurbætum á servernum í von um að ég nái augum þeirra sem sjá um serverinn, og annara NS spilara sem gætu verið mér sammála.
>AMX MODS og PLUGINS
Það hefur alltaf vantað einhver metamods og plugins á íslenska serverinn, og sannleikurinn er sá að það eru ENGIN mods á servernum, og því vil ég koma með nokkrar uppástungur(ATH, þetta eru aðeins uppástungur):
-UNSTUCK; þetta er reyndar nauðsynlegt mod og í raun skil ég ekki af hverju þetta er ekki fyrir löngu síðan komið inn á simnet, því hvað er leiðinlegra en að festast fyrir einhvern asnaskap inn í venti eða í byggingu sem t.d. HA eða ONOS, og þurfa að framkvæma harakiri(sjálfsmorð) til þess að losna.
-/RES; þetta er afar þægilegt mod, en með því getur þú sé hversu mikið res liðsfélagar þínir hafa. Þetta gildir bara fyrir aliens.
-FJÖLDI CHAMBERA:Með þessu modi sérðu hversu marga chambera er búið að byggja af hverri sort í borðinu. Þetta er einkar hentugt fyrir aliens því að gorge getur þannig séð hvaða chambers vantar og hversu marga.
-LERKLIFT; Gerir lerk kleyft að lifta gorge og fljúga með hann, gæti verið nokkuð skemmtilegt :P.
-HIVESTATUS; Þetta er reyndar combat mod, en með þessu modi geta aliens alltaf séð hversu mikið ,,líf” hive-ið á eftir. Einnig er til sambærilegt mod fyrir marines þar sem þeir geta séð hversu mikið CC og Armoury á eftir.(Mjög hentugt fyrir welder-gimp)
-CHEESY´S RESPAWN; Þetta mod fyrir CO virkar þannig að leikmenn spawna inn í bylgjum á 15sec fresti, og max fjöldi leikmanna sem spawna inn í einu er stillanlegur. Þetta minnir helst á respawn kerfið í BF, og hefur reynst afar vel að mínu mati.
-SPAWN PREVENTION; Þetta virkar bæði í NS og CO, en þá glóir leikmaður með lit síns liðs í 1sec eftir að hann spawnar, og á meðan er hann ódrepandi. Þetta kemur í veg fyrir spawn camp og annan leimskap.(t.d. Focus-spawncamp og gl-spamm)
-TIME TO CHOOSE; Í lok hvers leiks, hvort sem hann er CO eða NS, kemur upp random listi af borðum sem leikmenn kjósa svo um, en þetta gefur aðeins meira val til leikmanna.
-FLEIRI LEVELS; þar sem CO er ekkert nema flipp, þá er mjög gaman að fá mod sem gefur fleiri levels, kannski eitthvað í líkingu við það sem er á YO-clan servernum, en þar er 31-levela mod sett upp…en ég held að enginn hafi reyndar komist svo hátt :P
>ÖNNUR ATRIÐI
-FLEIRI BORÐ; Það mætti nú alveg bæta inn fleiri borðum á serverinn, en það er engin nauðsyn svosem. Það mætti kannski setja svona eins og eitt eða tvö siege-borð(uppá flippið :P) , og kannski einhver custom-borð, en það eru til þónokkur custom borð sem eru mjög góð (og þá helst CLASSIC borð).
-TIMELIMIT; CO timelimitið er heldur stutt, og örugglega það stysta sem ég hef séð á netinu, og því mætti kannski lengja það í 15 – 20 mín.
Ég vona að enginn admins taki þessari grein eitthvað persónulega, því að þetta eru bara nokkrar uppástungur frá mér og nokkrum félögum.
Ég vil hinsvegar benda á að ég veit að það eru margir íslenskir NS leikmenn sem eru þessu sammála að einhverju leiti, og er ég og félagar mínir þar á meðal.
Ég hef spilað NS frá því að hann kom fyrst út og hef þ.a.l fylgst með þróun íslenska NS samfélagsins, sem virðist aldrei endast mjög lengi í einu, og hafa serverar yfirleitt endað á því að tæmast og deyja.
Ég vona að umsjónarmenn íslenska serversins taki þessa grein alvarlega til athugunar, því að þetta er ekki bara eitthvað sem ég einn hef verið að hugsa um heldur margir aðrir íslenskir ennessarar sem ég hef talað við.
Ég þakka fyrir, með von um áframhaldandi skörungsskap á vorum server sem ávalt mun mér verða hugleikinn….