Hvernig á að spila TFC.
Það eru margir sem skilja ekki tfc nægilega vel og það er eflaust ástæðan fyrir því að ekki fleiri spila hann hér á íslandi eins og raun ber vitni ,en ég ætla hér að reyna að aðstoða þá sem kannski vilja spila ,en vita ekki um hvað hann snýst.Þessi leikur gengur auðvitað út á á teamwork(samspil) og að ná flaggi andstæðingana og það getur oft reynst hið mest basl.Tökum sem dæmi …2fort ,map(borð) sem flestir ættu að þekkja.Markmið þitt þarna er að ná flaggi óvinana sem er staðsett í óvina base'inu og að verja þitt flagg af fremsta megni.segjum svo að 2 lið eru þarna að etja kappi og það eru 9 í liði ,einn af hverjum classa.Þig langar kannski að vita hvert hlutverki þeirra innan liðsins er og veist ekki ,en nú skal ég skýra það út …1:Medic(sjúkraliði) hans hlutverk er oftast að hlaupa yfir í hitt base'ið og reyna að sýkja sniper'inn(leyniskytta) í hinu liðinu ,einnig stendur hann fyrir framan respawn'ið(endurnæringarstöð) hjá óvinunum og reynir að sýkja þá sem þar koma út.2:sniper(leyniskytta) hans hlutverk er eingöngu að reyna að drepa alla þá sem ætla að hlaupa/ganga yfir brúnna.3:Spy(njósnari)njósnarinn er með beittann hníf og hann getur breytt sér í óvininn á örfáum sekúndum ,hans hlutverk er að fara inní óvina base'ið blanda geði við andstæðingana og stinga þá síðan í bakið þegar tækifæri gefst.4:Engineer(verkfræðingur)hans hlutverk er að fara inní óvina base´ið og byggja sentry gun(hríðskotarbyssa á fótum) fyrir framan respawn'ið hjá óvinunum svo þeir komist síður út.5:Scout(skáti) hans hlutverki er að vera fyrir neðan sniperdeck(leyniskyttusylla) og strá caltrops(járn gaddar) svo óvinirnir fái hælsæri ,og henda í alla þá óvini sem þar koma counc´s(jafnvægis poki) svo þeir verði vankaðir í smá tíma (góð varnartaktík sem hefur reynst mjög vel)6:Soldier(hermaður)hans hlutverk er að bomba á alla þá sem hlaupa/ganga yfir brúnna með rocketlouncher(sprengjuvarpa) stundum reynist það svo vel að fólk kemst ekki yfir brúnna í tíma og ótíma(hann og sniper'inn eru magnað teymi þegar þeir ná saman).7:Pyro(eldibrandur,brennuvargur) hans hlutverk er að vera niðri í flaggherbergi og brenna allt og alla sem dirfast þangað niður í misjöfnum hugleiðingum(stela flaggi).8:demo(berserkur ,sprengjusérfræðingur) hans hlutverk er að fara fyrir framan respawnið hjá óvinunum og planta þar sínum sprengjum svo að ENGINN fari þar út ,einnig er demo´inn hrókur alls fagnaðar í prematch(undirbúningstími fyrir leik)þegar hann byrjar að spamma(lætur allt vaða)og er það mjög gott upp á móralinn í liðinu að það sé smá hasar áður en leikur hefst.9:HWGUY(þungavopnamaður)Þá er það rúsínan í pylsuendanum.HWGUY er mikilvægasti kallinn í leiknum ,hans hlutverk er að ná í flaggið ,HWGUY´inn er lang sterkasti kallinn í leiknum og hann kemst mjög langt með sínu villta útliti ,mjög yfirvegaður á að líta og gerir hann óvinum sínum oft lífið leitt með sínum einstöku gabbhreyfingum.Vonandi hafið þið lært eitthvað af þessu og gangi ykkur vel að spila þennan magnaða leik.Sjáumst á vígevellinum.