80-90 manna LAN verður haldið í Iðnskólanum í Rvk helgina 6.-8. apríl. Þetta LAN, eins og flest önnur í IR, verður allan sólarhringinn frá 18 á föstudegi til 12 á sunnudegi.
Mót verða haldin í CS (2vs2), Red Alert 2 og Q3 Arena. Í verðlaun í þessum mótum verða IceMat músarmottur sem, eins og flestir vita, eru að taka við af EverGlide.
Til að skrá sig á þetta LAN, senið meil á <a href=mailto:darkpact@simnet.is?subject=LAN>dArkpAcT</a> og tilkynnið nafn, aldur, og hvort viðkomandi sé í skólafélagi IR eða IH.
Verð:
250 fyrir skólafélaga (verða að koma með skirteini)
800 fyrir aðra
Það sem verður að koma með:
3-5 m UTP snúru
fjöltengi
tölvu
diska með öllum driverum fyrir hardware
gott skap og enga þreytu… =]
Allt áfengi er bannað á staðnum og ef einhver verður uppvís á að vera með áfengi á sér eða vera búinn að innbyrða áfengi verður honum hiklaust vísað út.
Við viljum einnig minna á lokunartímann sem er kl 12 á sunnudeginum því að það var ekki vinsælt að þurfa að bíða til kl14 eftir að einhver kæmi að sækja tölvuna sína…
Endilega skráið ykkur sem fyrst… =]
dArkpAcT