flame [at MIT, orig. from the phrase `flaming asshole']
1. vi. To post an email message intended to insult and provoke.
Senda tölvupóst ætlaðan að móðga eða styggja við einhverjum.
2. vi. To speak incessantly and/or rabidly on some relatively uninteresting subject or with a patently ridiculous attitude.
Að tala stöðugt og/eða mjög óblíðlega um tiltörulega óspennandi viðfangsefni eða með gjörsamlega fáránlegu viðhorfi.
3. vt. Either of senses 1 or 2, directed with hostility at a particular person or people.
Annað af ofanverðu beint til einhvers/einhverja með óvinveittum hætti.
4. n. An instance of flaming. When a discussion degenerates into useless controversy, one might tell the participants “Now you're just flaming” or “Stop all that flamage!” to try to get them to cool down.
Dæmi um “fleim”. Þegar umræða fellur niðrá tilgangslaust plan gæti einhver notendanna sagt hinum “Nú ertu bara að fleima” eða “Hættið að fleima!” til að reyna róa niður fólkið.
Hvað er Flame.
Nokkurnvegin eins og það stendur þarna fyrir ofan, en við höfum öll okkar skilgreiningar á því sennilega.
Mikið hefur verið talað um Íslenska CS samfélagið og hvað þarf að gerast svo það lagist, lang flestir segja að fólk þurfi að hætta að “fleima” þegar einhver kemur með “noobba” spurningu, eða eitthvað álíka. Það sem fólk þarf að gera til að þetta blessaða samfélag okkar (CS samfélagið) lifi og blómstri er að fólk sætti sig við “fleimið” eða fólk fari að vanda sig við “fleimið” því gott CS samfélag er ekki til án smá rígs milli manna, og hvernig er best að skapa ríg, óvinsæld eða hatur milli manna..”FLEIM”
“Fleim” hefur verið til frá örófi manna allt frá blóð ristum limrum á hellisveggjum, nafnlausra snigil póstssendinga til rafrænns spjalls nú til dags. Hvar “fleim” átti uptök sín gæti mér ekki verið meira sama um, svo við höfum að á hreinu. En sá sem fann það hinsvegar upp má gista hjá móðurminni þegar hann/hún vill
Hvað fær okkur til að “fleima” einhver.
Internetið:
Þar sem ekki er talað auglits til auglits er fólk oft með mikilmennsku brjálæði og leifir sér að segja(skrifa) það sem það annars gæti/myndi/þyrfði aldrey annars, þar af leiðandi koma oft ótrúlega harðorð ummæli frá fólki þegar það svarar einhverjum. Þetta þarf ekki að vera slæmt eftir sem áður því oft er besta leiðin til að láta einhvern heyra það all rækilega, með þetta sagt þá er hægt að fullyrða að svarið sem “fleimarinnr fær á móti er á sömu nótum og það sem “fleimarinn” skrifaði á undan.
Þroski:
Stundum held ég að “fleim” sé mikið til komið út af vankunnáttu viðkomandi aðila í mannlegum samskiptum.. en mörg “fleim” eru svo útpæld að þau sína frábær dæmi um snilldar heila sem á bak við þau voru. Ekki miskilja þetta og halda að mikill meiri hluti “fleima” séu útpæld.. nei því miður oftast eru þau all svakalega glötuð og sína merkilega skýr einkenni óþroska einstaklingsinns sem þau skrifuðu.
Staða:
Þú “fleimar” ekki hvern sem er, þú verður að þekkja þinn stall þegar þú ákveður að spýja út þínum útpælda og djöfulega orða leik. Þetta sýndi sig nokkurnveginn á dögunum þegar aðili sem fáir þekktu ætlaði að fara kenna fólki á Counter-Strike, í staðinn fyrir að fá þakkir og blóm var honum á mjög sérstakan og einlægan
hátt bent á að gjöra svo vel og skrifa ekki fleiri greinar fyrir almenning.
Ég kannski kom með 2 – 3 ábendingar um það sem betur hefði mátt fara, viðurkenni það af fúsum og frjálsum vilja, en ég kem sérstaklega að þeirri grein nú á eftir.
Oft er hægt að sleppa “fleimi” en stundum er það nauðsynlegt.. Nauðsynlegt??? Já.
Stundum er það svo rangt það sem er skrifað/sagt að það verður að grípa til einhverja ráða og hvað er betra en að skella einni VEL pældri niðurlægjandi settningu í andlitið á gaurnum. Það er gott manni líður vel á eftir, en þegar þú sérð að það skilar engum árangri nema einhverri ræfilslegri svörum sem gæti kannski flokkast undir “fleim” frá aðilanum sem þú varst að enda við að traðka niðrí kanntstein þá sér maður að “fleim” er kannski tilgangslaust. En það getur skilað árangri það hlítur að vera.
En hvað framkallar “fleim”?
Sem betur fer kom grein hingað inn á huga sem hefur allt sem ég er búinn að tala um hér á undan og nú langar mig að kryfja þá grein aðeins,
Villa 1, Markhópurinn, Tilgangurinn.
Það sem höfundurinn hafði ekki spáð í var að þeir sem eru að byrja í CS eru flestir ekki komnir hingað inn á huga hefði ég haldið. Ég á bágt með að trúa að fólk komi inn á þetta áhugamál áður en þeir byrja spila leikinn. Og þar sem greinin var nokkurnvegin stíluð á þá sem kunna ekki nema undirstöðuatriðin í hreyfingum með mús og lyklaborði þá tel ég að höfundur hefði alveg mátt búast við þeim viðbrögðum sem hann fékk. Enda þeir CS spilarar sem lásu greinina enganveginn í leit af þeirri kennslu sem í greininni var birt.
FlameOmeter = Don't hurt me
Villa 2, Titillinn, “A little recepie to what i call Owning”.
Bauð mjög upp á að fólk yrði fyrir vonbrigðum, sérstaklega þegar fólk las greinina og sá ó grunnskólagenginn leikskólakennara reyna kenna skurðlækningar.
FlameOmeter = Nightmare
Villa 3, Inngangurinn.
Tilvittnun byrjar:
Jamm og já WAAaaaAAzzzUUpppp
Hér kem ég með nokkur ráð sem ég hef lært af mörgum cs-urum og set þetta eftir minnieigin reynslu gl n' hf
*Regla #1*
Tilvitnun endar.
Án nokkurrar kveðju né kynningar þá byrjar höfundur á reglu númer 1, þetta tel ég eitt og sér geta kallað framm smá “fleim” þar sem fólki er almennt ekki vel við að láta aðra segja sér hvernig á að gera hluti, sérstaklega ekki hverja sem er.
Villa 4, Viðbrögðin.
Viðbrögð höfundar
Hér ætla ég að taka saman nokkur viðbrögð sem voru í raun röng.
1: Já sry drengir ég ætlaði ekki að móðga ykkur sona mikið það er ekki eins og ég hafi neitt ykkur til að lesa þetta .
Mitt álit: Í rauninni ertu ekki að neiða okkur til að lesa þetta en þú ert að bjóða okkur þessa grein, varla hélt höfundur að grein með þennan titil yrði ekki lesin. Hver vill ekki læra að OWNA!!
Hér koma svo viðbrögð sem gerðu ekkert nema þá að höfundurinn hellti yfir sig bensíni.
1: já og annað með pistol málið það er AAAALLLLVVVEGGG satt með etta full skamm eða 60% full er 1000000000 x betri en 33% loaded AK eða Mp5 viltu bara drepa 1 með ak og svo deyja því ammoið var búið þegar þú getur tekið allavega 3 með skammara ég bara sona spyr ykkur ?? :|
Mitt álit: BRENNIÐ MIG NÚNA…. NÚNA!!!!!
2: Mér finnst etta bara skítapakk etta cs lið hérna á íslandi sko marrh er að reyna að hjálpa hérna svo er marrh bara fleimaður til andskotans og talað við mann eins þeir hati mig ég meina lighten up man whubdie du eg skrifadi grein sem hjálpaði mér o.fl sem ég þekki ég meina hvað er í gangi með etta skítapakk á íslandi marrh fokk.
Mitt álit.. eða reyndar ráðlegging hahah frekar kannski bara skipun: Lærðu af þessu og vandaðu þig í framtíðinni. :þ
Þessi grein verður ekki lengri í bili því ég er búinn að átta mig á því að kannski er ég bara fleima í þessari grein haheeea
En ég hef komist að niðurstöðu að þetta CS samfélag sem er hér á klakanum væri ekkert EKKERT án góðra fleimara eins og við höfum í dag. Með þetta sagt þá langar mig að taka ofan af fyrir nokkrum þeirra:
Wardrake: frábært horn sem þú ert með… Hann kann að fleima og gera það vel.
SomeOne: Oft hefur mér fundist þú vera bull, en þegar maður spáir í því þá er þetta alltaf rétt há þér.
Svo eruði miklu fleiri sem kunnið þetta, en well man ekki eftir ykkur.
Svo ætla ég að taka fram nokkra sem ættu að hætta að pósta hér eða brjóta á sér puttana.
Fann reyndar bara einn.
IRIZ fær þann heiður.
Takk fyrir mig
FatP.
eythor hja nerdshack.com