VARÚÐ: Í ÞESSARI GREIN ER AÐ FINNA TÓL SEM AÐ HENDA ÚT VÍRUSUM, SAMA HVERNIG ÞEIR LÝTA ÚT OG Í HVERJU ÞEIR ERU ! BACKIÐ UPP ÞAÐ SEM ÞIÐ ERUÐ HRÆDDIR UM (ritgerð og fleirra sem þið viljið ekki óvart henda út, demó úr cs og screenshots) ÁÐUR EN ÞIÐ GERIÐ NOKKURN SKAPAÐN HLUT! AMK EF ÞIÐ GERIÐ ÞETTA EKKI ÁÐUR EN ÞIÐ REYNIÐ AÐ LOSNA VIÐ VÍRUSA, EKKI ÞÁ SKAMMA MIG FYRIR ÞAÐ! SNÚIÐ YKKUR AÐ IZELORD!
Jæja, ákvað að skrifa hérna inn ágæta losa-sig-við-vírusa grein á huga, þar sem ég hef fengið svona 4 msg of mikið um dagana varðandi hvernig eigi að losna við cool-web-search og fleirri óþrifnað sem tekið hefur sér bólfestu í tölvunni þeirra.
Smá leiðari:
Ég skrifa þetta á hugi.is/hl þar sem ég nenni ekki að horfa á grein sem gæti hjálpað svo mörgum drappast niður á t.d. /netid eða /windows þar sem enginn nennir að skoða þetta (enginn == enginn cs-ari sem að er að biðja mig um að hjálpa sér með þetta :)) auk þess langar mig til að sem flestir skoði þetta og hvaða áhugamál er með fleirri hits en /hl ?
Auk þess(nr 2) þá gerir þetta flestum ill mögulegt að kvarta undan laggi í scrimmum lengur >)
En jæja, um hvað ætla ég að skrifa ?
Ég ætla að benda ykkur á nokkur afar gagnleg tól og tæki sem að hjálpa ykkur við að þrífa tölvuna ykkar hátt og lágt, sem og útskýra hvernig þau virka, því að þau eru sum ekki next-next reboot, heldur verðuru að passa þig örlítið hverju þú hendir út (mæli t.d. ekki með að henda út c:\windows\system32 nema þú viljir formatta vélina the hard way)
Fyrsta forritið er að vísu bara til þess að losna við COOL-WEB-SEARCH. Þó að þetta virðist bara vera einfallt startup-page script sem að ætti ekki að pirra nokkurn mann þá er þetta svo mun meira. T.d. er núna komin útgáfa sem að meinar þér að komast á anti-vírus og spybot dráps-síður svo að ef að þú ert með vírus sem er að gera þér lífið leitt og þennan trojan þá geturu ekki losnað við vírusinn, því að trojaninn (cool-web-search) leyfir þér ekki að fara á nauðsynlegar síður. Dl-aðu þessu og keyrðu það fyrst
http://haddi.bitch.is/virus/removeCWS_killer.exe
og svo hendiru þessu upp og virkilega myrðir þennan cool-web-searc
http://haddi.bitch.is/virus/cwshredder.zip
CoolWebSearch-shredder er tól sem að leitar að öllum fylgihlutum cool-web-search og hendir þeim út. Þó að þú tapir einhverju, þá er það þess virði því að þessi er alveg pirrandi fjári.
Jæja, núna þegar coolwebsearch er úr veginum, þá er komið að næsta máli sem er hið þrælöfluga PandaActiveScan online ókeypis vírusleitari
http://www.pandasoftware.com/products/act ivescan/
Ég veit ekki afhverju, en mér finnst hann betri en
http://housecall.antivirus.com þar sem ég jú, get ekki notað þá síðu, web-browserinn minn deyr alltaf, en báðir eru þeir mjög öflugir. Mæli með að keyra þennan pakka á tveggja daga fresti, allt hitt á hverjum degi þar sem þetta tekur jú, 10 mín allt í allt :)
Næsti hlutur á dagskrá er HijackThis sem er í rauninni kjarninn á þessari grein og ætla ég að útskýra smá hvað þetta er :)
http://haddi.bitch.is/virus/HijackThis.exe
Þetta er svo sniðugt forrit að ég hef ekki orð yfir það
Þetta scannar í öllum ‘veikleikum’ stýrikerfsins þíns og lætur vita, þannig að ef að PandaActive finnur það ekki og ad-aware / spybot (kem að þeim á eftir) finnur það ekki þá er það bókað mál að það sjáist í HijackThis. En passið ykkur á því að þetta sýnir nauðsynleg forrit sem windows þarf að nota til að geta fúnkerað. Ef að það er eitthvað þarna sem þú kannast ekkert við og heldur alveg örruglega að sé scumware eins og t.d.
R1 - HKCU\Software\Microsoft\Internet Explorer\Main,SearchURL = http://www.hotsearcEYÐILEGGJAURLIÐSVOAÐENGINNKLIKKIox.c om/ie/
Þá máttu láta hijackthis henda því út. Ef þú ert í vafa farðu þá á www.google.com og leitaðu . . ef þú finnur eitthvað aum að þetta sé vírus, henntu því þá út. Ef þú ert ekki viss, farðu þá í Save Log og sendu mér það í skilaboði, og ég skal gera mitt besta við að svara þér :)
Auðvitað verð ég samt líka að taka fram einhver sniðug tól eins og SpyBot og Ad-Aware. Þau eru frekar mikið “beint-áfram” forrit, en eru samt gagnlaus nema þú update-ir þau og scannir reglulega.
url á ad-aware og spybot:
http://static.hugi.is/essentials/security/clea ners/
Þessi tól munu halda tölvunni þinni víruslausri, en það hættulegasta við að fá einn vírus er að þú færð yfirleitt fleirri í kjölfarið og fékk ég t.d. mjög skemmtilegan IRCtrojan vírus, og var ég að senda frá mér á 30 kb/ps á einhvern vesalings kana (Sry kanastrákur sem ég floodaði óvart út af netinu :/) en það er einmitt ein af þeim ástæðum sem ég ákvað að skrifa þessa grein :)
Vona að þetta hjálpi ykkur sem mest og munið, það er alltaf hægt að senda mér skilaboð og athuga hvort ég svari ekki ;)
Undir lokin, ef að þið haldið að þið séuð vírus frjálsir, prófið þá að fara í start-search og leita að “ Melda ” . Ef þið eruð með hann farið þá strax á ActivePanda því að það er það eina sem ég fann sem að gat drepið þennan vírus :)
Sjáumst svo víruslaus á Skjálfta 2 | 2004 :)