Ætli þetta þýði að við getum farið að keppa aftur í Evrópu?
(90% leikjafíkla eru kannski Simnet áskrifendur, þetta kemur þeim að litlu gagni)
Tilkynning frá Netstjórn Isnets til viðskiptavina Isnets:
Fjarskiptafélagið Títan hf (Isnet) og Íslandssími sameinast um rekstur Internetsambands við UK og USA. Markmiðið með þessari tilhögun er að auka rekstraröryggi og fækka einstökum liðum sem geta valdið sambandsleysi.
Kl. 05:00 þann 22.03.2001 verður öll gagnaumferð færð á sameiginleg sambönd.
Ekki á að koma til röskunar á þjónustu af þessum sökum.
Þann 31.03.2001 er gert ráð fyrir að tvöfalt öryggi verði komið á allar tengingar þar sem því verður við komið.
Nánari upplýsingar eru á http://www.isnet.is/is/line-frett.html
Fjarskiptafélagið Títan hf.