Þeir sem hafa lesið Marseintak PCGamer, hafa væntanlega tekið eftir því að veldi Half-Life fer að líða undir lok.
Hvað tekur við? Red Faction. Þeir eru komnir með tvo litla sæta krúttlega krúttlega hluti sem munu gjörbreyta FPS-leikjum forever.
Í fyrsta lagi koma þeir með GeoMod engine. Geometrical modification, þ.e.a.s. Ef þú kastar handsprengju að vegg, þá kemur gat í vegginn, þetta virkar að sjálfsögðu á gólf, borð, farartæki og allt, allt annað. Er guard turninn í miðju borðinu að pirra þig? Læðstu upp að honum og komdu smá sprengiefni fyrir hjá undirstöðunum. Passaðu þig bara að vera kominn langt í burtu þegar hann fellur. Úbbs, mig vantar nýjann camper stað. Hey, ég veit, ég bý hann til. :)
Hin snilldin er ricochet fítus. Kúlurnar geta hrokkið af veggjum og meitt þá sem eru nálægt þeim. Þetta getur verið mjög gagnlegt ef þú þarft að skjóta fyrir horn en mjög hættulegt ef það er einhver friendly í bardaganum.
Fleiri snilldir eru t.d. lighting effectar frá helvíti og enviroment effectar og fleira skemmtilegt. Hvað meina ég með því? Jú, þú ert á þröngum gangi með þremur hostiles, en átt ekki kúlur í þá alla. Einfalt, skjóttu gaspípuna og láttu sjóðandi heitt gasið sjá um þá.
Semsagt, snilld í hnotskurn.
kv.