Counter-Strike: Condition-Zero Eftir heil 3 ár!, er condition-zero loks að koma út (eða 23 mars, 2004) eftir tilkynningu Vivendi Universal Games (sem að vinnur með valve að gera cs:cz). Leikurinn er búin til af Valve og Turtle Rock Studios, Counter-Strike: Condition Zero er ný tegund af single player í Counter-Strike seríunni, og líka verður hægt að spila leikinn á netinu ( on-line ) ;).
Leikurinn mun kosta kringum 3500-4000 kr ísl (eða $39.99 bandaríska dollara), hægt verður að ná í allan leikin í gegnum gufuna frægu ( Steam ). CS:CZ er keyrður á Half-Life vélinni.


-Single Player (Campaign)-
Single player í cs:cz verður svolítið örðvísi en maður hefur séð í hinum hl leikjunum, missionin eru t.d. að maður verður að drepa 6 manns / drepa 3 og lifa roundið og verður að lifa í viss margan tíma, síðan í nokkrum tilfellum áttu kannski t.d. að drepa 3 með að nota bara desert eagle. Í leiknum spilar maður ekki í borðum sem eru sérhönnuð fyrir single player, nei nei, þú spilar í gömlu möppunum de_dust, cs_italy, og þau borð sem að margir spila í dag, og síðan verða auðvitað samt einhver ný borð.
VOPNIN Í CAMPAIGN ERU NÁKVEMLEGA SÖMU OG ERU Í CS 1.6.

-Bottarnir-
Bottarnir í cs:cz eru sagðir vera með bestu sem að hafa verið í first person leik (eða besta A.I.) allavega sögðu CS-Nation þetta þegar þeir prufuðu “The computer opponents in the game are the most advanced bots I have ever seen.”, í single player keppir þú á móti botum ( really? :P). Hægt að er að fara í instant action á móti bottum, þarft bara að velja borð og hve marga botta þú villt hafa, og hversu erfiða. Bottarnir læra betur og betur á uppáhalds möppin manns. Turtle Rock Studios er fyrirtækið sem að bjó til official bottana í cs ( sumir hafa kannski tekið smá eftir þeim í Counter-Strike 1.6 BETA, en munu snúa aftur í næsta steam update'inu með steam offline patchinum ).
Dæmi um hvað bottarnir eru góðir er að þeir nota voice-com'ið til að reporta um óvinina (og auðvitað radio til að segja einhver commands). Þeir munu ekki taka eftir þér fyrr en þeir SJÁ EÐA HEYRA Í ÞÉR (ekki eins og flestir bottar, t.d. podbots ;)). Bottarnir munu ekki alltaf gera sömu hlutina aftur og aftur round eftir round, heldur læra þeir ný tactic, nýja staði að campa á, passa gíslana/bombu, skjóta í gegnum kassa o.s.frv.
Eini gallin við bottana er þegar þeir hafa skjöldinn.

-Game2 Deleted scenes-
Þetta er cs:cz eins og ritual entertainment bjuggu til, Þessi er örðvísi en venjulegi cs, því það eru fullt af nýjum hlutum (logsögutæki, myndavél til að sjá gegnum hurðir og þannig, remote control o.fl., leikurinn átti að vera svona, en valve hættu við eftir hversu lélega einkunn hann fékk hjá t.d. pc-gamer (þeim fannst hann of líkur soldier of fortune 2) og ÞETTA er hluti sem að fór minnir mig með hl2 source code og lenti á etinu (dc o.fl.). Í þessum hluta fer maður um allan heim sem counter-terrorist að stoppa terrorista, og er svona svipað uppsett og venjulega hl, opposing force og blue shift ef að þú skilur.

Kveðja Jóhannes Stígur
ha$te ~ J0h4nn3s