Sælir, hugarar!

Jæja, ég gaf í skyn í NS gameplay greininni minni að ég myndi kannski skrifa grein um baksöguna og vísindaskáldskapinn í NS. Nú í tilefni NS 3.0 ákvað ég einfaldlega að skella mér í skrifin.

Efni þessarar greinar er auðvitað ekkert sem ekki má læra sjálfur með því að lesa manual-inn, og sögurnar á www.natural-selection.org (smellið á “World” í aðalvalmyndinni). Ég mæli allavega með því, því bæði eru vel skrifuð, af rithöfundinum Jeff Paris.

A.t.h. ég hef reyndar heyrt að með full útgáfunni af 3.0 muni fylgja algjörlega endurskrifaður manuall (plús að hann verður með “quick-start” kafla, til að hjálpa nýum spilurum betur). Kominn tími til segi ég, því þó manual-inn sé frábærlega vel skrifaður þá hefur hann verið illa úreltur síðan 2.0 kom út.


Greinin skiptist í þessa kafla:

////Um lesefnið//// (smá ábendingar um official NS lesefnið sem þessi grein er byggð á og hvernig það er skrifað)

////Bakgrunnssagan//// (fjallar um stöðu mannlegs samfélags á þeim tíma sem leikurinn gerist, og hvernig mennirnir komust í þá stöðu)

////Aliens//// (fjallar um það litla sem er vitað um þær)

////Um nanótækni yfirleitt//// (fjallar um nanótækni, hvernig hún var sci-fi og hvernig hún gæti orðið að veruleika)

////Átök mannlegrar nanótækni og bacterium netsins////




/////Um lesefnið:////

Til að byrja með má benda á að allt efnið er skrifað frá sjónarhorni leiksins, í svona “in-character” stíl. Til dæmis, manuallinn er skrifaður og hannaður eins og hann væri gagnagrunnur fyrir nýja TSA hermenn, og sögurnar eru í raun skrifaðar sem blaðagreinar um málefni heimsins.
Þessar greinar eru:

1) “Techtrope article”, grein um TSA samtökin, skrifaðar í tímaritið “Techtrope”.

2) “Six Days in Sanjii”, saga í mörgum hlutum um fyrstu kynni manna af “the Kharaa” (aliens). Snilldar lesning, nú eru komnir 4 partar: Introduction, Part 1, Part 2, og background files… það er alltaf verið að biðja um næsta hluta sögunnar á forums, vonandi gefa þeir út Part 3 í tilefni NS 3.0 full.

…og svo er auðvitað mikið efni, sögubrot og fyndnar frásagnir TSA hermanna að finna í manualnum, mæli með að kíkja á hann líka. Þetta er allt saman fínasti vísindaskáldskapur.


En jæja, hér er smá úrdráttur úr þessu efni. ATH. þetta er að sjálfsögðu stytt og einfaldað í aðalatriði til að halda stærð greinarinnar niðri. Kíkið á efnið sem ég minntist á hér fyrir ofan til að sjá “the real thing”.


////Bakgrunnssagan:////


Í framtíðinni sem NS gerist (er ekki gefið nákvæmlega upp, en þetta er “nálæg framtíð”… þar af leiðandi engir rocket launchers og plasma cannons) þá hefur þrennt í meginatriðum gerst síðan á okkar tímum:

1) Uppgötvun “Phase Gate Technology” (“Fjarflutningshlið”, leið til að komast samtímis milli tveggja fjarlægra staða). Þessi hlið voru gríðarlega stór og fáránlega dýr í framleiðslu, og enn dýrari eftir því sem massinn og fjarlægðin sem átti að flytja hann jukust. En þrátt fyrir það umbylti hugmyndin mannlegu samfélagi, ef ekki bara vegna möguleikanna sem fólust í henni. Því miður var það ekki endilega til hins betra fyrir mannkynið í heild…

2) Nýtt sögulegt tímabil hófst og var það kallað “The Expansion” (Útbreiðslan). Hver einasti valdastólpi í mannlegu samfélagi (stærri ríkisstjórnir og nokkrar ofur-fyrirtækjasamsteypur) dreif sig undir eins í að byggja sín eigin fjarflutningshlið til annarra sólkerfa eins hratt og þeir gátu á undan hinum. Þetta var, eins og áður var gefið í skyn, virkilega kosnaðarsamt og gerði næstum alla sem komu nálægt þessu gjaldþrota, auk þess að tæma sólkerfið okkar næstum af nýtanlegum auðlindum. Ástandið var að verða frekar súrt, og þau samtök sem áttu fjarflutningshlið reyndu allt hvað þau gátu við að vernda þessar risa-fjárfestingar og jafna sig eftir öll útgjöldin. Grimmilegt vopnakapphlaup hófst, sem útilokaði alla von um að laga efnahaginn.
Þetta voru illir tímar og mannréttindi voru fótum troðin. Fólkið sem bjó í hverju sólkerfi var fast undir járnhæl valdsins sem átti hliðið þar, og mótmæli voru barin niður með hervaldi. Nú eftir að risaherirnir höfðu safnast upp og máttur vopnanna hafði sýnt sig í þeim fáu átökum sem brutust út milli veldanna, varð þeim ljóst að þeim buðust tveir valkostir: Algjört stríð, kosnaðarsamt og blóðugt; eða diplómatísk laus á málinu…

3) Sem betur fer var *kostnaðurinn* við “geim-heimsstyrjöldina” þeim ofarlega í huga, og þeir kusu að setjast að samningaborðum. Nú hófust margra ára viðræður og málaferli um afvopnun og viðskiptasamgöngur um hliðin. Þing var skipað af fulltrúum allra veldanna “The Trans-System Council” eða “milli-sólkerfa ráðið”. Þetta ráð sá um myndun “the Charter”, sem var sáttmáli um lög sem áttu að gilda um öll veldin. Þessi lög vernduðu bæði borgara stórveldanna og hinna sem minna máttu sín (með þessu vonuðust þeir til að stöðva hryðjuverk og uppreisnir). Til að fylgja þessum lögum eftir mynduðu þeir TSA. (marines í leiknum eru framlínuhermenn þessara samtaka)…


TSA stendur fyrir “Trans-system Authority”. Þetta eru hlutlaus samtök, lauslega byggð á gömlu Sameinuðu Þjóðunum, sem eiga að sjá um að fylgja eftir “Charternum”. Þeim var veitt fjármagn fyrir litlum her til að sjá um að lögunum væri framfylgt.
Nú héldu veldin að vandræði sín væru úr sögunni. Nú voru þeir, á pappírnum, búnir að mynda sameinað ríki alls mannkynsins. En málið var að þeir ætluðu sér aldrei að framfylgja þessum lögum. Þeir höfðu aðeins myndað TSA til að leysa sín eigin vandamál gagnvart almenningi og fjölmiðlum. Það kom þeim þess vegna óþægilega á óvart að TSA samtökin voru harðir í horn að taka þegar menn brutu af sér, í stað þess að gefa léttar áminningar eins og þeir bjuggust við.
Nú rífa veldin út “Charterinn” og skoða hvað í fjandanum þeir voru að skrifa undir. Þeim líkar alls ekki það sem þeir sjá, og reyna héðan í frá að minnka fjármagn og koma illu orði á TSA, sérstaklega með sínum eigin fjölmiðlafyrirtækjum. Eins og ein TSA persónan í lesefninu orðar það:

“Suddenly they’re all pulling the Charter back out, like ‘What the hell did we just sign?’ And they don’t like what they’re reading. So they spend the next 50 years trying to cut off the balls they gave us. The past half century has been like working for a boss who hates you, and doesn’t want to pay you, but can’t really fire you either. The only way to survive is to be really damn good, and really damn smart.”

…skemmtileg tilvitnun.

Þegar Aliens komu til sögunnar þá vildu veldin loka af svæðunum sem Aliens höfðu ”sýkt“. TSA heimtuðu að fá að berjast við þær, þeir litu á sig sem verndara mannréttinda gegnum árin og þeir vildu ekki loka það fólk sem var ennþá lifandi þarna inni í einhverri sóttkví. Auk þess voru þeir einu samtökin sem menn treystu til að hleypa inn í stöðvarnar og skipin sín. TSA bað um fjármagn til að gera þetta og þeir fengu það, og ný deild var sett upp innan TSA, sem kallaðist ”Frontiersmen“ (mig minnir að það sé heitið á marine liðinu í score listanum).




////Aliens:////

Þá víkur sögunni að ”geimverunum“ (aka ”Aliens“, ”Kharaa“). Fyrstu samskiptin við þær, þar sem einhver lifði til að segja frá því, gerðust í mongólsku námunni Sanjii á einhverri ísplánetu (það er einmitt sagt frá þessu ”first contact“ í sögunni ”Six Days in Sanjii“).

Ástæðan fyrir því að þær voru nefndar ”the Kharaa“ var víst að menn fundu öryggisupptökur í mongólsku námustöðinni þar sem sama orðið ”Kharaa!!“ kemur oft fyrir í árásinni. Það kom síðar í ljós að orðið Kharaa þýðir ”Look out!!“ á mongólsku, en þá var nafnið nú þegar fast við geimverurnar.

Hérna er sci-fi útskýringin Aliens:

Fyrst kemur upp vottur af háþróaðri og fullkominni bakteríu. Enginn veit nákvæmlega hvernig þetta lífsform kemst á staðina sem það hefur ”sýkt“ hingað til (geimskip, stöðvar í geimnum og á yfirborði plánetna, námur á/undir yfirborði plánetna eru staðirnir sem NS möppin gerast á). En allavega, þetta lífsform nýtir orku og efni úr umhverfinu til að fjölga sér, dreifast og mynda samfellt net um stöðina eða skipið. Þetta net er kallað ”the Bacterium“, og er fært um samskipti og dreifingu auðlinda fyrir Aliens, rétt eins og nanótækni mannanna gerir fyrir þá. Það má segja að alien byggingar og skepnur séu byggðar úr þessu, auk þess að vera nátengdar því. Í seinni stigum ”sýkingarinnar“ myndar bacterium-ið hive, á einum af 3 hentugum stöðum sem það hefur valið á svæðinu. Hive-ið myndar miðstöð bacterium-sins, auk þess að geta ”spawnað“ og haldið lifandi stærri lífverum (skulks til að byrja með…) sem reyna að útrýma stærri dýrum (mönnum) á svæðinu og sölsa undir sig meiri auðlindir. Aliens nýta síðan þessar auðlindir í að breiða úr sér og þróa öflugri lífsform til að berjast betur við ógnina í umhverfinu (marines).

Ath. að aliens hafa ekki einhvern ”hive mind“, þó þær deili upplýsingum með ”hive sight“ og eru sameinaðar með bacterium-inu þá eru þær einstaklingar, sem starfa af háþróaðri eðlishvöt til að sigra alla samkeppni í umhverfinu. Þessi hegðun bendir til óvæginna aðstæðna og báráttu við önnur álíka þróuð lífsform í langri þróunarsögu ”geimveranna“ sem marines eiga í höggi við (sem hæfir nafni leiksins, ”Natural Selection“).

////Um nanótækni yfirleitt////
Fyrir þá sem ekki vita þá er nanótækni 40 ára gömul hugmynd sem mikil vinna og peningur er lögð í að rannsaka í dag. Orðið merkir eiginlega bara ”tækni sem er svo lítil að hún er mæld í nanómetrum“. Talið er að hún eigi eftir að birtast í litlu magni eftir 5-15 ár, og umbylta heiminum seinna á 21. öldinni. Tölvur í dag eru reyndar næstum farnar að geta kallast nanóvélar, rásirnar í þeim eru svo fjandi litlar, og halda áfram að minnka. Allavega þessi tækni gengur út á að framleiða vélar sem eru svo litlar að við sjáum þær ekki, og gætu tekið á sig mörg hlutverk. Trilljónir af nanóvélmennum gætu framleitt hluti á nákvæmari hátt en áður atóm fyrir atóm, ferðast um í blóðrás manna og læknað sjúkdóma eða framleitt mat úr mold með því að einfaldlega endurraða atómunum. Möguleikarnir eru nánast endalausir. En menn sjá líka fyrir sér myrka hlið á nanótækni. Hvað ef einhver býr til ”kynstofn“ af nanóvélmennum, sem eru forritaðir til að gleypa allt efni í sig úr umhverfinu, og nota efnið til að framleiða ennþá fleiri eintök af sjálfu sér til að gegna sama hlutverki? Þetta hefur verið nefnt ”gráa hættan“ (því menn sjá fyrir sér grátt slurp sem myndi hylja jörðina), og hafa verið gerðar nokkrar vísindaskáldsögur um þetta held ég.
Allavega, ef menn vilja vita meira um nanótækni og hvernig hún gæti virkað í framtíðinni þá er ágætis grein um efnið á www.howstuffworks.com, nákvæmlega hér: ”http://science.howstuffworks.com/nanotechnology.htm“ (ath hugi mun næstum örugglega eyðileggja adressuna með því að setja bil í hana).))

En allavega, nógu góð kynning á nanótækni. Ég kem mér aftur að efninu :P.

////Átök mannlegrar nanótækni og bacterium netsins:////

Þótt enginn hafi búist við nanó-árás frá geimverum beint, þá eru allar stöðvar og skip á vissan hátt viðbúin henni. Á öld nanótækni ríkir mikill ótti við lífræna eða vélræna nanó-árás fjandsamlegra aðila, og nanó-varnir eru til staðar í geimstöðvum- og skipum. Fyrst tekst bakteríunni að leynast vörninni, því hún er ólík öllu sem maðurinn hefur áður framleitt, en þegar mikið er komið af henni fer viðvörunin í gang, og nanó-varnirnar reyna að drepa og hindra fjölgun bakteríustofnsins og bacterium netið bregst við með því að eyðileggja nanó-vélmennin í vörninni.
Þessi átök mynda það sem í manual-num er kallar ”nano-gridlock“. Þá halda bæði kerfin áfram að berjast um yfirráð, en hvorugt vinnur. Bæði halda hvoru öðru niðri og trufla starfsemi hins. Þegar marines/frontiersmen (ég kalla þá bara marines, það kannast allir betur við það) mæta á staðinn er þetta ferli vel á veg komið, og þetta takmarkar getu commandersins, en hann loggar sig inn í net staðarins og reynir að nýta tækni þess gegn Aliens. Nano-gridlock-inn útskýrir t.d. af hverju comminn getur ekki byggt og droppað öllu hvar sem er, og af hverju hann sér ekki allt. Comminn getur séð aliens með því að láta marines vera nálægt (military nanó-skjöldurinn þeirra hreinsar burt nano-gridlock nálægt þeim), eða með því að nota scanner sweep.
En allavega, eins og ég minntist á fyrir ofan, þá getur aðeins unnist algjör sigur í þessari nanó-baráttu með því að önnur hliðin í baráttunni sölsi undir sig auðlindirnar á svæðinu (en aðal uppspretta þeirra eru resource nodes), og útrými stærri lífsformum hinnar hliðarinnar. Það gengur leikurinn einmitt út á.


Sem sagt, þessi grein útskýrir svona í aðalatriðum af hverju marines og aliens eru að berjast og af hverju á þeim stöðum sem möppin eiga að vera. Hvert marine lið er partur af stórri og samfelldri herferð til að taka aftur skip og stöðvar sem aliens hafa birst í, en aliens eru bara af eðlishvöt að bregðast við ógn í umhverfi sínu og tryggja afkomu sína. Ástæðan fyrir því að marines og aliens byrja ekki með öflugustu vopnin sín strax er sú að báðir byrja með takmarkaðar auðlindir, og neyðast til að safna þeim og byggja upp aðstöðuna til að bæta bardagagetu sína (aðstaða = fleiri hives, fleiri chambers, fleiri tech byggingar…). Auðvitað ræður gameplay leiknum, allt miðast við að hann gangi upp og það sé gaman að spila hann, en þeir sem búa til leikinn henda inn útskýringum á hlutunum frá sjónarhorni sögusviðsins líka (sem er hið besta mál að mínu mati).

Svo sem margt meira hægt að segja um þetta, en 2200+ orð ættu að vera nóg. Ég vona að þið hafið haft eitthvað gaman af því að lesa þetta. =P

Höfundur: Reynir ”OBhave“ Örn

Heimildir: www.natural-selection.org (Manuallinn, ”Six Days in Sanjii“, ”Techtrope Article")

…comment og spurningar að sjálfsögðu vel þegnar…






P.S. (shameless plug) NS gameplay greinar hafa þegar verið sendar hingað inn. Kíkið á þær til að fræðast um hvernig leikurinn, spilunin og RTS herkænskan virkar.

Mín gameplay grein: (http://www.hugi.is/hl/bigboxes.php?box_id=66282)

ga meplay greinin hans QuriT: (http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=16333026)

(muna að hugi hatar adressur og linka, fjarlægja bil ef hann gerir)

Höldum áfram að senda inn NS greinar, kannanir og myndir :)