Fyrir þá sem eru að mæta á skjálfta í fyrsta skiptið þá er gott að hafa eftirfarandi í huga.is (tihihi)
- Skjálfti byrjar kl 6 (18.00)
Að vera mættur fyrir þann tíma, með allt dótið með þér, búinn að skrá þig inn og finna borðið þitt, búinn að setja upp og kominn með netsamband. Því að cs byrjar á föstudaginn. Það þýðir ekkert að vera að mæta kl 9 um kvöldið og reyna að byrja að spila. Liðið þitt á eftir að vera fúllt og hendandi kexi í þig allan tíman.
- Skráning er áður en þú ferð inn. (Byrjar um 1-2 (13.00-14.00) leitið)
Þú getur bara borgað með cash (sætum seðlum), þú færð band á únliðinn sem þú þarft að vera með til að geta komið inn og út, þetta band sýnir þig sem greiddan keppanda. Veriði tilbúinn með kennitölu því það er notað til að gera grein fyrir keppanda.
- Tölvubúnaður sem þú ÞARFT (þetta er ekki optional heldur nauðsin)
Tölva (sem virkar) (vel uppsett windows og nýjir drivers)
Skjár (til að horfa á leikinn) (virðist vera vinsælt þessa dagana)
Lyklaborð (til að stjórna leiknum) (nýjir drivers og battery ef þú ert með þráðlaust) (við eigum ekki og lánum ekki battery)
Mús (til að stjórna leiknum) (sama og lyklaborð, nýjir drivers, vel hreinsuð og battery ef þú ert með þráðlaust)
Músarmotta (Hrein og fín)
Netkort (uppsett í tölvunni, PRUFIÐI ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ) (90% af vandamálum sem tech support þarf að glíma við er netkorts vandamál)
Lan Snúra (5 Metrar Minnst, sama hvort þú ert uppvið routerinn) (Snúran verður að vera TP, Twisted Pair, getur séð það með að halda endunum eins uppvið hvorn annan)
Skrúfjárn (Mjög gagnlegt og tekur næstum ekkert pláss)
- Hlutir um umgengni
Það þarf ekki að segja ykkur oft að halda borðum hreinum, þið eruð á okkar móti og við viljum að það sé hreint.
- Tech Support
Þeir eru til að hjálpa með smá vandamál, t.d. ef þú eða vinir þínir kunna ekki að setja upp net tengingu, ef þú ert ekki viss um hvort tenginginn sé rétt, eða önnur smá vandamál
Þeir eru EKKI fyrir að downloda drivers fyrir ykkur eða koma öðrum tölvubúnaði í gang sem virkar ekki. Þeir eru ekki frí tölvuþjónusta fyrir ykkur, þeir þurfa að hjálpa yfir 350 manns þannig að ef þú kemur með tölvu sem virkar ekki og tech support þarf að standa yfir henni hálfan skjálfta þá ertu að halda honum frá störfum sem hann á að gera. Hann á ekki að hjálpa með stórvandamál og EKKI spyrja.
-Til á staðnum
Ef þú átt ekki Lan snúru þá eru þær seldar á staðnum á vægu verði.
Við höfum EKKI netkort, skjákort eða aðra íhluti á staðnum, við lánum ekki skrúfjárn enda er gott að koma með egið ef þú heldur að þú átt eftir að þurfa að opna tölvuna.
-p1mpa liðið niðri
Þeir eru sumir tech support, Ekki allir, spyrið fyrst hvort það er tech support á staðnum, oftast eru þeir útí sal til að byrja með.
Ef það er einhvað að netkerfinu t.d. router bilun eða ip conflict þá er serverliðið uppi á efri hæð, ef þið komið til p1mpa liðsins niðri þá eiga þeir örugglega eftir að senda ykkur upp.
-Scores og leikir.
Leikir byrja á settum tíma, sem er að finna á heimasíðu skjálfta á staðnum. NEMA það sé tilkynnt um seinkunn í microphone. Oftast er sagt í microphone hvort þið megið byrja leiki. Þegar tikynning í mic er sett þá er hún skrifuð í stein, henni er ekki breytt nema serverar crasha eða einhvað stórt vandamál gerist. Lið verða að vera kominn á serverinn 5 mín ÁÐUR en leikurinn byrjar, ef allir leikmenn eru ekki komnir 5 mín ÁÐUR þá er einhvað að og þegar 5 mín eru liðnar af leiknum og allir leikmenn ekki mættir þá er forfit. Þá á liðið sem er komið á serverinn að koma á p1mpa borð niðri og tilkynna strax. Ef það er ekki tilkynnt þá verður sett 0-0 á bæði lið.
Sigurliðið skal tilkynna score til p1mpa niðri strax og seinasta round er búið, ef það er ekki gert þá setjum við 0-0 á bæði lið til að koma i veg fyrir tafir fyrir næsta round.
-Auka spurningar geta komið hér fyrir neðan og ég skal reyna svara þeim.
Óli Sinai