Þá er hann loksins, loksins, loksins kominn, Natural-Selection 3.0.
Eftir að hafa verið í lokaðri betaprófun í 4 mánuði (þar sem þónokkrir íslendingar tóku þátt) þá er þessi uppfærsla á leiknum loksins kominn. Það er reyndar varla hægt að kalla þetta uppfærslu því að þetta er það mikil breyting að það væri nær lagi að kalla þetta nýtt modd.
NS 3.0 er skipt í 2 hluta NS Combat (NSC) og Classic NS (CNS)
NS Combat.
Combat er hraður hasar frá upphafi til enda. Hver Combat leikur tekur yfirleitt skemur en 10 mínutur frá upphafi til enda og krefst litlar sem engar þekkingar á NS
Það koma 6 ný möpp með Combat og einungis hægt að nota þau í Combat. Þau eru mismunandi hröð og er það mitt mat að co_core sé hraðast.
Það má líkja NS Combat við Warcraft moddið fyrir CS. Þú færð reynslu fyrir að drepa óvinin og ráðast á baseið hans, eftir því sem þú drepur fleiri þá hækkarðu um stig (10 alls), upgradear þig sjálfur og þegar þú deyrð þá respawnarðu með öll upgrades ennþá.
Classic NS
Er eins og NS hefur alltaf verið. Gengur útá mikið teamplay hjá báðum liðum ef möguleiki á sigri á að vera fyrir hendi. Frábær leikur fyrir þá sem nenna að spá aðeins í hlutunum, þýðir ekkert að prófa í 5 mín og afskrifa því að hann byggist ótrúlega mikið á góðu teamplay og það fæst ekki á 5 mín. Það hafa aðrir (QuriT minnir mig) skrifað góðar leiðbeiningar um hvernig á að spila og skora ég á menn að lesa það eða nýja manualinn fyrir 3.0 sem hægt er að nálgast hér "http://www.natural-selection.org/manual/introduction. html“
Leikurinn lítur mjög vel út. Ný borð á við ns_ayumi og ns_agora eru snilld. Alltaf gaman að fá breytingar. Leikurinn lítur líka mikið betur út en áður. Flayra sagði að þeir hefðu gert alla textures aftur fyrir 3.0 sem er ekkert nema snilld.
Helstu breytingar:
Lerk er töluvert breyttur. Öðruvísi að fljúga honum og hann svífur lengra. Þarf aðeins að venjast þessu. Lerk getur ekki skotið spikes lengur heldur fékk bitið sitt aftur (þeir sem spiluðu 1.0 kannast við það). Bitið er reyndar talsvert hraðara en á Skulk
Catalyst-packs er nýtt fyrir marines. Commanderinn getur gefið þá til að auka skothraða og hreifanleika sinna manna til skamms tíma. Mig minnir að Catalyst dragi healt eitthvað niður.
Focus er nýtt upgrade fyrir aliens. Með focus eru árásir 60% kraftmeiri og 60& hægari. Kemur í stað fyrir Pheromones. Nú má ætla að Sensory Chamber verði vinsælasti 1sti chamber.
Hægt er að nálgast moddið á ”http://static.hugi.is/games/hl/mod_clients/ns/ns_inst all_v3_b1.exe". Komnir eru upp 2 20 manna serverar og fær zlave miklar þakkir fyrir skjót viðbrögð. 40 mínutum eftir að 3.0 var gefinn út var client kominn á static og Simnet serverinn uppfærður. Þegar að einn server dugði ekki (var orðinn þéttsetinn eftir 4 mín) þá var öðrum reddað. Kærar þakkir fyrir það.
Síðustu 4 mánuði hef ég ásamt um 3000 öðrum einstaklingum verið að spila NS 3.0 í lokaðri beta prófun. Á þeim tíma er búið að eyða yfir 200 böggum, laga hitbox, fínpússa möpp etc. Þessi útgáfa af NS er því nokkuð vel balanceruð.
Ég skora á alla sem lesa þessa grein að prófa að spila NS 3.0. Ef að fólk lendir í vandræðum þá er alltaf hægt að fá hjálp á #NS.IS á ircinu.
Kveðja,
is|Xavier.is
zany^Xavier.is