Þegar ég hugsaði upp að komandi skjálfta í Febrúar datt mér í hug þetta sem ég ætla að skýra fyrir ykkur þó ekki fullkomið sé, en vinna má í.

Þessi hugmynd mín hljómar basically svo að u.þ.b. 6 adminar skjálfta móta til að mynda gaulzi,Stormur,Zlave,izelord,“x” og “y” (Einhverjir sem vita um Counter-Strike samfélag Íslands svo ekkert bull seedings eigi sér stað)Þeir búa svo til lista sín á milli þ.e.a.s. seedings. Getum hugsað sem svo að listinn samanstandi af top32 liðunum á mótinu.

Hugsaði ég sem svo að #1 - #8 liðin myndu fá bye inn í bracketin þar sem ég verð einfaldlega að segja að leikir á föstudegi sem enda.. 23-1 og þar fram eftir götunum er bara það leiðinlegasta í heimi.

Varðandi seedings í bracketi myndu top8 liðin halda sæti sínu skv. fyrra seedings, þ.e.a.s. #1 liðið myndi halda #1 seed í bracketi og spila við lowest seed, væntanlega #32.

Allt fyrir ofan þau lið sem fengu bye (í þessu tilviki #9 og ofan) yrðu re-seeduð skv. úrslitum í riðlum því jú, asnalegt yrði að lið sem fékk seedið #9 í byrjun móts og lendir svo í þriðja sæti í sínum tiltekna riðli haldi því sæti.

Vona að þessu verði tekið vel og komið með ykkar hugmyndir um hvernig bæta má og breyta þessari hugmynd þar sem þetta er aðalega á frumstigi en ég vona innilega að geti komist í not á s1|2004.

Takk fyrir mig.

Drake | DynaMo
Bestur.