Jæja, þá kem ég hérna með annan póst fyrir þá sem vilja búa til sitt eigið lita sprey logo.
Það má vel vera að þetta hefur komið áður en man ekki eftir því, en forritið sem ég fann er ekki svo flókið í notkun.
Það er sem þú þarft er
* Wally
-Wally er forritið sem býr til eða breytir myndum yfir í “Half Life .wad” fæla.
* Photoshop (mæli með því)
-Til að geta búið til, unnið úr myndum og fleira.
* Og auðvitað ættiru að geta notið önnur myndvinnsluforrit. (ATH, las á einni síðu að það er ekki mælt með að nota paint í þetta)
Download á Wally :
http://www.planethalflife.com/counterspray/files/wa lly_155b1.exe
Photoshop og önnur myndvinnsluforrit :
Kauptu það í BT eða eitthvað :)
Það sem á að gera :
* Fyrst er að fara í Wally.exe (Forritið sjálft auðvitað ;)) og þar opnast forritið sjálft og annar gluggi með sem er inn í forritinu.
Þegar þú ert inn í forritnu þá ferðu í “Wizard” þarna uppi og HL Color Decal.
Og í HL Color Decal stendur “Please Select Your Half-Life Folder:” og þar áttu að finna t.d. eins og ég er með þetta :
C:\steam\steamapps\felix@hotmail.com\counter-str ike .. Sem sagt veluru e-mailið þitt.
Þá ætti að koma í “Please Select The Modification:” “cstrike”
Er enn í HL Color Decal, þar er “Source Image”. Þar geturu gert þrent, en mæli samt með að nota bara tvennt af þessu og það er “File on hard drive:” og “Let me edit”.
Í Let me edit áttu að velja stærðina, og þetta stærðarkerfi er í Pixlum. Og til að vita um stærðir sem þú getur notað er á þessari síðu (myndin neðst) :
http://www.planethalflife.com/counterspray/makeyouro wn.htm
Á þessari mynd er t.d. 16*16 og stendur þar Yes og þíðir Yes þá að það er hægt að nota þessa stærð, ef það stendur No er ekki hægt að nota.
Og pixlamyndinn er röðuð þannig að Width : breidd og Height : Hæð/lengd.
Ef þú notar Let Me Edit gluggan þá ertu í rauninni að gera myndina þína bara í Wally sjálfu, ekki nema að þú copyar bara mynd og peistar á gluggan en veit ekki alveg hvort að það virki.
Þess vegna mæli ég þrekar með því ef þú kannt eitthvað á Photoshop eða önnur myndvinnslu forrit að nota “File On Hard Drive:”
Þá ertu að leita af mynd sem þú hafðir gert áður og setur hana þarna inn í Wally.
Í t.d. Photoshop þarftu að gera það sama með Pixlakerfið, þú þarft að nota myndina ef þú kannt hana ekki og fara eftir því sem er leift að nota.
Sem sagt, ferðu í File - New og þar skrifaður í Width Og Height sá stærð sem þú ætlar þér að nota og velja bakvið það “pixels”
Og svo teiknaru/setur mynd eða hvað sem þú vilt hafa í logo-inu :)
Og þegar þú Save-ar þá hef ég alltaf Save-að hana sem .JPG sem þú velur neðst í Save.
Og þá notaru “File On Hard Drive:” í HL Color Decal í Wally.
Þá kemur upp gluggi sem heitir “pldecal.wad” sem er File-inn sem þú ert að búa til sem fer seinna í cstrike möppuna. Ef þú vilt Edit-a myndina með Wally þá geturu klikkað á myndinna sem er í þessum glugga
og notað ToolsBar-inn vinstra meginn sem ég hef ekkert notað og kann ekkert á en er hægt að fikta sig áfram :)
Glugginn sem opnaðist þegar þú opnaðir Wally heitir “Tool Settings” og þar áttu að geta gert t.d. Invisible Backround og slíkt, hef ekki notað það mikið en hef testað invisible backround og virkaði það ekki hjá mér.
Invisible Backround er t.d. þegar þú teiknar einhverja mynd og verður eftir hvítur bakrunnur t.d. þá á þessi hvíti bakrunnur ekki að sjást.
En ég held að ég viti ástæðuna afhverju það virkaði ekki hjá mér, ef þú vilt hafa invisible backround þá verður maður held ég að nota “Let Me Edit” möguleikan. Því að hún tilgreinir ekki hvað er bakrunnur þegar þú setur
eina mynd inn með “File On Hard Drive:”
Svo er bara að Save-a, og mæli ég með að fara í “File - Save As..” og áttu þá að Save-a myndinna á þessa slóð :
C:\steam\steamapps\felix@hotmail.com\counter-stri ke og láta File-inn heita pldecal.
Þá ætti þetta að vera komið, bara fara í CS og testa að spreyja.
En, ef þú ferð í Options í CS og ætlar að skoða/breyta um Logo þar þá dettur út myndinn sem þú Save-aðir inn, svo passaðu þig að vera ekki að flétta á milli mynda þar (ekki nema að þú viljir breyta :)
Ef að svo að þú gerir það þá er bara að fara aftur í Wally og finna myndina aftur og Save-a aftur eins og ég sagði frá.
Annað samband um Photoshop, þegar þú ert að Save-a þegar þú ert búinn að velja þann stað sem þú vilt Save-a myndina, ítir á Ok þá kemur annar gluggi upp sem heitir
“JPEG Options” og stendur þar Image Options og best er að velja í Quality: í Maximum. Myndinn verður reyndar stærri í kb/mb en skiptir voðalitlu en þetta bætir samt gæðina svo að myndinn verði ekki með svona t.d.
gráum kössum ofan í svörtum lit.
Flóknara er það ekki, ef þú lendir í einhverjum vandræðum þá er bara um að spurja mig á IRC er ég alltaf á #Sinners og kalla mig Felix{S}.
Og auðvitiað hvet ég menn að koma með góð ráð til að gera þetta flottara og slíkt. Svo er líka hægt að skoða það sem stendur á þessari síðu sem þú sérð pixlakerfið, þar eru ráð og leiðir hvernig maður gerir sem ég fór eftir.
Takk fyrir.