Jæja best að kippa þessu aðeins af stað þótt að hlutirnir séu ekki alveg ákveðnir…


#Continuum.is er online
Vil þakka Links fyrir gott nafn að mínu mati.
<VON|links> samfelld heild = continuum (á latínu)

Ég hef fengið boð frá nokkrum aðilum sem ég ætla að þyggja, um að hjálpa til við að koma þessu í gang.

Þessir menn eru

Haffeh
Folter
Orko
Skylark
Geiri
Topaz


Að fá fleirri er möguleiki..

Ég myndi vilja sjá fyrirtæki einsog smell, skjálfta, simnet og margmiðlun inná lokuðu forumi til að taka þátt í
umræðum, byðja um upplýsingar eða annað sem þeir þurfa til að þjónusta netverja betur.

Reglugerðir varðandi formenn, stjórnendur og allt slíkt er í mótun.





Stuðningur

Það vantar helst menn sem hafa unnið við eitthvað líkt þessu áður (deildar stjórnendur, pimpa eða hverja þá
sem hafa unnið að öðru eins skipulagi), forum sénía, heimasíðu sénía eða annað slíkt.
Ef einhver veit um styrtkaraðila einnig sem hefðu áhuga á að fá auglýsingu á heimasíðuna þá er það möguleiki
og hægt að ræða málin, en það er líklega sniðugt að sjá fyrst hversu vel þetta kippist við.
(open for possibilities, sá peningur yrði notaður til að borga fyrir betra url eða jafnvel hýsa servera sem
félagið mundi koma upp, jafnvel að við göngum á eftir þessu þegar þetta er komið í gang)

Forum

Pæling yrði að setja upp public forums og lokuð forums fyrir leadara/spokesmen til að tala sín á milli…
Menn yrðu kosnir af formanni til að vinna við að halda þessu uppi, þessir menn hafa admin réttindi
á forumum til að halda þeim hreinum (public verður þá vonandi bara vandræði, treysti á að fólk velji þroskaða
einstaklinga sem leadera) og hafa engan kosningarrétt í þeim málum sem leadararnir taka sér fyrir…
Formaður verður valinn af clan leaderum og stjórninni (verða 5 af þeim sem eru ekki í leaders með kosningar
rétt að þessu leiti, líklega votaðir af leaderum)
Allt þetta á kost á breytingum og meiga clan leaderar leggja til vote um slíkt…
Kosning á formanni mun eiga sér stað mánuði eftir að forumið fer upp og mun ég jafnvel ekki bjóða mig
fram þegar þar að kemur.

Heimasíða

Heimasíða mun fara upp og vonast ég til þess að einhver byggi þetta upp þannig að svæði verði fyrir hvert klan
þar sem leaderinn getur breytt hlutum..
Mun það þá tengjast auglýsingu á roster klansins, irk rás og link á síðu þess.
Á móti mun viðkomandi klan vera skilt til að setja link á móti á sína síðu og setja irk rás félagsins í topic.
(þangað til votað verður um að breyta því ef fólk er hart á því)
Munum við ganga eitthvað á eftir því að fólk haldi því í topic allavega þangað til þetta hefur náð föstum
sessi.




Þeir hlutir sem ég vonast eftir að þetta afreki…


Ég er að vonast til að smærri klön komist meira á kortið, að smærri klönin spái í því orðspori sem það
er að byggja sér upp og að leadararnir haldi betur um sín klön þar sem almennur þursaskapur mun líklega
skapa umræður milli allra leadarana.

Ég vona að þetta bindi fólk meira saman í öllu sem það gerir innan samfélagsins..
Ef fólk vill stofna net deild t.d. þá væri lítið mál að fá rcon á serverum klanana fyrir þær net keppnir
og breyta þeim daginn eftir.

Ef stjórnendur skjálfta, smells, eða net servera þurfa svar við einhverjum spurningum væri hægt að stofna
umræðu meðal klanmembera og á forumum klana og koma frá menningunni (klönum) heildar svari, ekki bara rausi á
huga þar sem allir komast í samræður.

Ef ágrenningur kemur milli klana væri hægt að setja menn í að kippa því í liðinn á einhvern hátt, menn
sem tengjast málinu ekki beint.

Ef menn eins og zlave þurfa að koma skilaboðum til klana eða byðja um upplýsingar gæti því verið kúplað in
á forum viðkomandi klana innan 24 tíma.

Ef leaderar þurfa hjálp eða ráðleggingar við að byggja upp sín klön að einhverjum hætti væri hægt að spyrja
á forumum leaderana.

Ef klön þyrfti hjálp við t.d. heimasíðu gerð eða annað slíkt væri hægt að sjá hvort einhver önnur klön
hefðu menn sem væri til í að hjálpa með slíkt, einfalt forum og annað. (jafnvel pæling að koma private forums
inn á síðuna fyrir þau klön sem óska eftir því ef mögulegt er, annars er þegar búið að bjóða evil forum
fram fyrir þau klön sem óska eftir private forumum þar)

Hugsanlega að skella upp fréttaparti á síðuna og þá aðalega tileinkað klönum og stórum atburðum tengdum þeim.

Linkar munu fara upp að öllum mikilvægum svæðum, sem dæmi tittinum og huga.is/hl (þarf varla að auglýsa það samt)

Öll vote um bestu lið og slíkt t.d. verða frá öllum clanleaderum og verður sett upp með betri hætti en
gert hefur verið.

Msn contact milli alla leadera verður must.








Þetta er það sem ég get talið á fingrunum núna, sé samt fram á mikla möguleika og lýðræðislega breytingu
á því sem fólk telur þurfa að breyta.





Umsóknir frá klönum verða limitaðar við að klanið hafi lifað í mánuð, að klanið hafi minnstakosti 5 menn
og að þetta sé ekki bara vinaklan.
Munum við spyrjast fyrir til að fá staðfestingu á að um slíkt sé ekki að ræða.

Við treystum klönunum sjálfum til að velja þroskaðan einstakling til að tala fyrir klanið og mun sá einstaklingur
verða að hafa vald til að tala fyrir klanið í heild, þó að official leader position sé ekki krafa.


Aldur á leader er ekki limitað, allir velkomnir, hvort sem þeir eru 5 eða 55..










Skulum reyna að hrista í þessu og taka þetta með stæl.
Umsóknir og tilboð um að hjálpa við eitthvað sambandi við continuum.is
skal sendast í pretty@itn.is sem stendur.

Umsóknir skulu innihalda nafn leaders, kennitölu, símanúmer, póstfang og msn..
(mikilvægt að leader heiti sínu nicki í msn og helst tag fyrir framan)
Roster klansins og annað sem leader vill koma til skila.




Gl Hf..
Ebeneser