Grafík til sigurs! Hér á eftir fylgja leiðbeiningar yfir 5 hluti sem þú þarft að gera til að ná sem mestu útúr skjákortinu og cs hjá þér. Vil ég taka það fram að litlar líkur eru á svari frá mér ef þið msgið mig á irc - ef einhverjar spurningar vakna skuliði spyrja hér, þá geta aðrir hjálpað ykkur líka. Hvort þið gerið þetta allt, hluta af þessu eða alls ekkert er ykkar val. Þetta virkaði hjá mér, en það er ekki víst að þetta virki hjá ykkur. Til að gera þetta þarftu geforce kort. Til dæmis er ég á 800Mhz og GeForce2 og ég hef grætt lágmark 50 fps á þessum hlutum!

Til að lýsa því sem gert er í stuttu máli: Fyrst setjum við upp gamlan driver til að hækka performance í cs (og quake ;>), svo notum við Reforce til að hækka Hz tíðni skjásins, stillum skjákortið og hröðum aðeins á því (ekki nauðsyn) á einfaldan hátt og setjum loks inn fps græðandi skipanir í configinn.

Einnig vil ég taka það fram að þessi grein er algerlega byggð á eigin reynslu - ekki annara. Vinsamlegast ekki væna mig um ritstuld eða eitthvað þess háttar, ég samdi þessa grein sjálfur og tenglarnir í henni eru á innlendu downloadi. En vindum okkur þá í þetta! ;>

1. Skref - Gamall driver

Ég prófaði nokkra gamla drivera og kom 41.09 út best fyrir mig (er að fá um 20 fps meira með honum en þeim nýjasta!) Til að installa eldri driver er ekki nóg að installa beint - það þarf að uninstalla þeim gamla fyrst. Til að uninstalla gömlum driver hægriklikkaru á desktop og ferð í properties, velur settings flipann, ýtir á Advanced þar og þar er flipi sem heitir Adapter. Farðu þar í properties á kortinu þínu þar og veldu Driver flipann í nýja glugganum. Svo ferðu í update driver og þá kemur upp Wizard. Veldu fyrst “Install from a specific location”, svo “Don't search…” og loks veluru kortið þitt og ýtir á next. Ég er með windows xp en þetta ætti að vera svipað í öðrum stýrikerfum líka.

Þegar þú ert búinn að installa þessum driver þarftu að restarta. Þegar windows keyrir aftur upp er það komið í hörmulega upplausn og allt er hrikalega ljótt. Ekki hafa áhyggjur af því - það sýnir bara að driverinn sem þú hafðir áður er farinn. Það eina sem þú þarft að gera núna er að installa detonator 41.09 drivernum, en hann má finna <a href="http://www.simnet.is/bjornbr/gfx/41.09_win2kxp.e xe“>hérna</a> (win2k/xp), og restarta.

2. Skref - ReForce

ReForce er frábært forrit til að hækka Hz tíðni skjásins í botn. Hz tíðni er eins konar FPS skjásins. Ef Hz tíðnin þín er t.d. 60 en þú ert með 200 FPS í cs þá ertu bara að fá 60 fps, auk mögulegs flökts vegna þess að rammarnir passa ekki. Til að halda fps réttu og stöðugu notum við ”Vertical Sync“. Það er innbyggður fítus í driver skjákorta sem læsir fpsi á sömu tölu og Hz tíðni skjásins svo skjárinn sýni hvern einasta ramma, en sleppi engum úr.

Nú koma kannski einhverjir og segja að eitthvað annað forrit sé miklu betra, en það er rugl. Ég hef prófað amk 4 svona forrit og ReForce þarf bara að keyra upp einu sinni til að skjárinn sé kominn í botn og það tekur 1 sek.

Það sem þú gerir er að <a href=”http://www.simnet.is/bjornbr/gfx/reforce.zip“>d ownloda ReForce</a> og keyra það upp. Ef hann spyr þig um skjáinn þinn ýtiru bara á ok. ReForce finnur út hvað skjárinn ræður við í hvaða upplausn fyrir sig. Það er örugglega fullt af upplausnum þarna og þumalputtareglan er sú að því hærri sem upplausnin er því lægra er Hz (við viljum meira Hz). Þetta er ein ástæðan fyrir því að flestir nota lægri upplausn en 1024x768.

Skrollaðu niður og skoðaðu hvað 800x600 og 640x480 eru að fá í Hz. Ef 640 er að fá hærri Hz tíðni mæli ég með henni handa þér - ef munurinn er hins vegar enginn geturu notað hvora sem er. Ég er tiltölulega nýbúinn að skipta úr 640x480 í 800x600 því mér finnst rifflarnir þægilegri uppá spray og headshot í 800x600 en aftur á móti finnst mér burst fire og awp hitta betur í 640x480. Þetta snýst samt bara um tilfinningu og mínar mælingar eru mjög óvísindalegar :>

Nokkrar umræður hafa verið um 720x576 upplausnina og segja einhverjir að hún sé best, en minn skjár nær bara 60 Hz í henni á móti 120 Hz í 640 og 800 upplausnunum. 1024x768 nota ég heldur ekki sökum slæmrar Hz tíðni. Einnig taka háar upplausnir meiri vinnslugetu af skjákortinu og valda þ.a.l. fps tapi.

Ýttu á apply þegar þú ert búinn að skoða þetta og þá er þetta komið.

3. Skref - GeForce Tweak Utility

Geforce Tweak Utility (GTU) er nokkuð gamalt forrit sem býður upp á ýmsar stillingar sem ekki má finna í driver stillingunum. Þú byrjar á að <a href=”http://www.simnet.is/bjornbr/gfx/GTHsetup.exe“> downloda GTU</a> og installa því. Áður en þú opnar það hins vegar skaltu mæla fps í cs. Búðu til dæmis til ”New game“ í dd2, stattu á ct spawn og fylgstu með fps. Ef þú hefur ákveðið að skipta um upplausn eftir að hafa lesið reforce skrefið skaltu gera það í options og mæla fpsið í henni. prófaðu líka að hreyfa músina og sjá hvort þú sért að missa mikið fps við að líta í kringum þig.

Því næst keyriru upp forritið og velur ”fast settings“ í neðra hægra horninu. GTU stillir þá skjákortið fyrir hámarksafköst en aftur á móti lækka grafíkgæðin nokkuð. Þú finnur ekki fyrir breytingunni í Windows en kannski muntu sjá muninn í cs. Ýttu nú á quit og restartaðu. Farðu nú aftur í cs og gerðu nákvæmlega það sama - þú munt vonandi sjá nokkra fps aukningu eins og ég. Ef þú finnur hins vegar enga aukningu skaltu prófa að fikta í einhverjum OpenGL stillingum (hægt er að fá hjálp með því að ýta á ”?“ við hliðina á ”x“ takkanum uppi hægra megin og svo á stillinguna sem þú vilt fræðast um).

4. Skref - VSync og yfirklukkun

Einu sinni sögðu allir að VSync ætti að vera slökkt. Það var á tímum skjáa með 60 Hz - líka í lágum upplausnum. Ef þú hins vegar er með 80 eða fleiri Hz í cs upplausninni þinni (sjá ReForce skrefið) er betra að hafa VSync on. Athugaðu að það er ekki að marka Hz á LCD skjáum - þeir eru mældir í sækitíma eða einhverju svipuðu, þar sem lægri tala er betri. Til dæmis telst 25 í sækitíma LCD skjáa gott en 35 ekkert sérstakt (minnir mig ;>). Annars á ég ekki LCD skjá þannig að ég veit lítið um þau mál.

Farðu í properties á desktop, settings flipann, advanced og flipann með nafni skjákortsins þíns. Þá kemur upp gluggi vinsta megin. Veldu þar Direct 3D settings, hakaðu við fog table emulation (til að skjákortið renderi reyk o.fl.) og stilltu mipmap detail fyrir Best performance. PCI memory size á bara um pci skjákort, sem enginn er með, þannig að það skiptir engu máli. Farðu nú í OpenGL settings í vinsti glugganum, ekki hafa hak í neinum kassa þar, settu color depth á 16 bpp og settu Vertical sync á on by default. Þá ertu búinn að fullstilla skjákortið þitt!

Núna sýni ég ykkur hvernig á að yfirklukka (hraða á) skjákortinu ykkar yfir meðmæltan hraða. Hvort þið gerið það eða ekki er á ykkar ábyrgð. Skjákortið getur ofhitnað og skemmst. Til að yfirklukka veljið þið ”Clock Frequencies“ í kassanum vinsta megin, hakið við ”allow adjustments" og hækkið svo um u.þ.b. 5 Hz í einu. Ef það fara að koma rauðir punktar og truflanir á skjáinn hjá ykkur eruði komin of hátt. Ég mæli með að þið hækkið ekki klukkuna um meira en 15% og minnið ekki um meira en 12% - þá er hætta á ofhitnun og þá getur skjákortið skemmst. Ég hækkaði klukkuna úr 200 í 220 og minnið úr 333 í 348 og græddi uþb 15 fps á því.

5. Skref - Config stillingar

Síðast en ekki síst er hægt að græða nokkuð mikið fps á config stillingum. Settu þessar stillingar neðst í userconfig.cfg í cstrike möppunni þinni í Steam (Steam/SteamApps/em@il/counter-strike/cstrike). Ef userconfig.cfg er ekki til þarftu að búa hann til. Þessar skipanir teljast ekki sem hax þó þær séu ekki leyfðar á skjálfta - þær gefa engum óeðlilegt forskot og nýta sér ekki galla í leiknum, leikurinn leyfir þær og valve anti-cheat líka.

fps_max 300 // Hafa þetta hærra en Hz tíðni skjásins
developer 1 // Ef Hz tíðni skjásins fer yfir 100Hz í upplausninni þinni
mp_decals 0 // Skotgöt, blóð o.fl.
cl_weather 0 // Rigningin í aztec
max_smokepuffs 0 // aukareykur úr smoke, byssum og skotgötum
max_shells 0 // skothylkin hverfa þegar þau lenda
gl_keeptjunctions 0 // fylla upp í göt á milli hluta
gl_playermip 1 // gerir kallana ljótari
gl_picmip 1 // allt verður mun ljótara, en þú græðir mikið fps
gl_max_size 128 // textures taka minna minni og verða grófari og ljótari
cl_shadows 0 // slekkur á skuggunum undir köllunum
r_mmx 1 // eykur stuðning við örgjörvann þinn

Þá er þessu lokið og vona ég að þetta eigi eftir að gera cs skemmtilegri og léttari í spilun fyrir ykkur. Von er á sams konar grein um netstillingar bráðlega (þegar ég nenni ;>).

Kveðja,
Björn Br.
[>] Nemesis (#[>]Play)
bjornbr@myndarlegur.com