Komiði sælir samspilsfélagar.
Mig langaði til að ræða aðeins við ykkur hvernig þið getið bætt ykkur með því að hugsa öðruvísi og æfa öðruvísi. Það sem ég hef tekið eftir að sé við lýði hérna á klakanum, er það að menn fara í æfingarleik með ákveðnu hugarfari. Að owna hitt liðið og fragga sem mest. Hægt er að betrumbæta liðspilunina og þennan þanka gang með því að leggja áherslur á þessa hluti:
1. Reynið að setja ykkur markmið fyrir hvert scrim. Afhverju að spila dust2 endalaust ef þið kunnið t.d. ekki kort eins og nuke. Pælið í hvar þið standið og hvar aðrir eruð og reynið að vera miða með sama sjónarhorni og aðrir. Þá er ég að tala um að það sé leleg nýting á liðsheild ef maðurinn sem er að verja sömu leið og þú sérð óvininn langt á undan honum þá er hann hálf gagnslaus.
2. Skoðið eins mikið af demoum og þið getið. Það getur verið mjög gagnlegt að skoða demo upp á að læra stöður og nýjustu hlutina sem klönin eru að fatta upp á.
3. Reynið að spila sem mest með sömu mennina. Með því læriði inn á félaga ykkar og hvernig þeir spila. Sumir spila t.d. mjög aggressivt en aðrir vilja liggja einhverstaðar fyrir afran kassa og bíða eftir aðhinir koma inn á sprengju stað og ninja þá.
4. Verið rólegir og yfirvegaðir. Það er alveg tilganglaust að sýna einhverja reiði þegar maður deyr og öskra í ts og berja í borð.
5. Verið hverjandi hrósið liðsfélögum ykkar fyrir gott athæfi hvort sem þið gerið það á jákvæðan eða kaldhæðinn hátt :P.
6. Leikurinn er ekki búinn fyrr en það eru kominn 13 round. Ég á við þennan vanda að stríða sjálfur að gefa stundum upp vonina um sigur. En ég hef séð ótrulegustu hluti gerast eins og t.d. þegar dcap vann hate í dust í gamla daga og ashtray drap 3 í spariroundi.
7. Reynið að skapa gagnkvæma virðingu í liðinu sem þið eruð að spila með. Reynið að efla móralinn. Það getur reynst mjög mikilvægt á erfiðum tímum. Ef við lítum á orð midways. Sem er stjornandi hinnar geisivinsælu Counter-strike síðu www.gotfrag.com. http://www.esreality.com/?a=longpost&id=562045&page=1 Þá talar hann í viðtali sínu um það að hve mikilvægt það er að menn standi saman í gegnum súrt og sætt og það að geta verið með sömu mönnum í liði mjög lengi segir mikið um þeirra persónu. Svo ekki backstabba félaga ykkar þeir eiga það ekki skilið:P blinkblink.
Schroet Kommando has proven to be the best Counter-Strike clan yet. What do you think of their team’s success and roster?
It’s all about consistency and experience. You look at their roster and you can trace all of the members back almost since the inception of CS. What makes me proud of the players is their commitment to each other and the respect they have for each. In the massively changing clan scene, the fact these players can continue to work together speaks largely of their personality.
8. Verið vinalegir út á við. Það er mjög auðvelt að vera vondur á netinu. Gott dæmi er ég með mitt stfu n00b. Eg veit það er vondur ávani og ég er að reyna að hætta því gengur bara soldið illa ;P.
9. Reynið að framkvæma flóknari strött en að vera t.d. með base plan og rush eitthvert. Reynið að gabba andstæðinginn og rugla aðeins í honum áður en þið gerið árás á einhvern bombustað. Það er bara mun skemmtilegra og manni líður betur af því að geta framkvæmt flókin strött.
10. Ekki nota svindl. Þá er ég að tala um breytta configa smoke hax önnur skin o.s.frv. því að þegar þið komið á lan eigiði eftir að sökka. Reynið að nota sem mest defoult config eins og þið getiði.
Jæja ég vona bara að þið hafið haft gagn af þessari grein minni. Því að ef ekki þá var 10 min eytt í vitleysu. En bara happy fraggin og skemmtið ykkur á næsta skjalfta með þesi ráð að leiðarljósi og að lokum það er opin skraningin í cal-open. www.caleague.com
Með von um góðar viðtökur
Jóhannes Þorleiksson
Ice ~ knifah
knifah@simnet.is