Fyrsti leikurinn í Nationscup fer að byrja. Ísland hefur skorað á Noreg laugardaginn 25 október næsta og eiga þessi 2 lið þá að spila í útsláttarkeppni. Liðið sem sigrar hér heldur áfram í keppninni og fer í einn af 4 riðlum sem koma upp með 4 liðum hvert. Síðan fara 2 lið úr hverjum riðli þar upp og keppa þau 1vs8, 2vs7, 3vs6, 4vs5 í útsláttarkeppni o.s.f.v þangað til 2 lið standa eftir og keppa um Nationscup titillinn.
Reglurnar í Nationscup enn og aftur virka þannig að einungis 2 menn úr hverju liði meiga spila hverju sinni en samt meiga alveg fleirri vera skráðir svo lengi sem einungis 2 spila.
Hvort lið fyrir sig velur 1 map og að svo stöddu vill ég ekki gefa upp okkar útaf strategískum ástæðum ;).
Í síðasta leik móti Noregi spiluðu: Someone, Krissi, Zombie, Shayan og Rocco$.
Möppin sem voru spiluð þá voru Prodigy og Dust2. Ísland sigraði Í prodigy 15-9 af miklu öryggi og virtist sigurinn þá vera í nánd en í seinna borðinu dust2 tapaði Ísland 19-5 og unnu því Noregur 28-20 í heildina en í Clanbase er það ekki map sigurinn sem skiptir máli heldur Roundin.
Í liði Noregs er úrval mjög sterkra og þekktra spilara, til að nefna einhver dæmi er Element úr SK, bsl úr fyrverandi MIBR, Damien frá Eolithic ( núna í zx9), luke frá Eolithic (núna í zx9), Xqtr (fyrverandi team9 sem breytti nafninu í Adrenaline), DarK (fyrverandi Eolithic en núna 4kings) og fjölmargir aðrir.
Spár fyrir leikin eru án efa Noregi í hag en við gerum okkar besta til að vinna þennan leik.
Lineup Íslands fyrir leikin er: Krissi(MurK), Knifah(MurK), Spike(ice), Zombie(Drake), Blibb(Drake).
Cyrus, Entex og Rocco$ eru einnig í landsliðinu en sitja hjá í þessum leik.
Leikurinn verður spilaður á fyrsta lan-staðnum sem bíður það en það verður að vera Euro tenging á honum.
Frekari upplýsingar verða færðar hérna á huga ekki spamma mig email um eithvða sem þið getið komist að sjálfir.
Comment vel þegin :)
—————
MurK-Krissi
Captain team Iceland