Kæru meðspilarar,
Þykir mér nú margt stefna í hraðbyri niður á við hér hjá okkur, þessar síðustu vikur eða svo.
Sýnist mér í fljótu bragði hver andans maður á fætur öðrum hverfa á brott úr heimi okkar Counter-strækera og söknuðurinn eðlilega mikill.
Sakna ég þá einna mest hinna gífuryrtu GGRN-liða sem fóru mikinn hér á ritvelli Huga fyrir nokkrum mánuðum síðan, en eins og máltækið segir þá glymur oft hæst í tómri tunnu og þeir virðast dauðir úr öllum æðum.
Fóru þar fremst í flokki drengir eins og Rooster og Fidel, þar sem þeim leiddist ekki að ráðast að meðspilurum sínum með munnsöfnuði sem sæmir ekki fullorðnum mönnum en áttu þó ágætis spretti inná milli.
En það gat verið skemmtilegt að fylgjast með því sem skrifað var, því vitleysan var oft á tíðum stórskemmtileg.
Oft voru tekin fyrir stórmenni á við Artemis Fowl og Kaftein Ofurbrók en aðdáun GGRN á þeim glæstu mönnum var eðlilega mikil, enda ekki hjá því komist. Fáir hafa verið jafn vel að sér í fræðum Artemis og Kafteins Ofurbrókar og vinir mínir í GGRN, enda slíkt nauðsyn hin mesta fyrir alvöru Counter-strækera.
En nú eru þeir horfnir.
Nú virðist annar hver póstur enda í s.k. “fleimi” og menn farnir að biðja um það neðanmáls að þeir óski ekki eftir slíku. Er það miður, en sýnir kannski hvert þetta stefnir allt saman.
Ég vildi með þessum fátæklegu orðum mínum lýsa eftir fleiri andans mönnum þar sem að GGRN-liðar sem, eins og áður sagði, fóru hér mikinn og deildu með okkur hinum “vizku” sinni og vitleysu, okkur oftast nær til ánægju og yndisauka.
Reynum að rífa þetta upp og fara að ræða áhugaverðari hluti en Steam, gg´s, ný klön (sem deyja viku síðar) og annað slíkt. Sting ég uppá að menn kynni sér fræði Artemis og Kafteinsins.
Með bestu NeF-kveðju,
NeF * BenDove