Nýr lanstaður hefur hafið starfsemi í Hafnarfirði. Nánar tiltekið á Reykjavíkurvegi 5b ( 2 húsum fyrir ofan A.Hansen)
Á staðnum eru 12 vélar sem hægt er að leigja gegn vægu gjaldi og tilboð verða í gangi reglulega.
Þessar vélar eru allar með AMD 2600XP Örgjörva, 512mb minni, 128mb GForce skjákort og 19" Samtron skjám.
Keppt var á þessum vélum á nýafstöðnum Stjörnuskjálfta og voru Íslandsmeistar MurK svo ánægðir með græjurnar
að þeir koma vikulega til að keppa hjá okkur í þeim netdeildum sem þeir taka þátt í.
Counter-Strike er að sjálfsögðu aðalmálið hjá okkur en einnig er hægt að spila BF1942, Diablo 2, Warcraft 3 og Quake 3.
Bætt verður við leikjum eftir þörf og áhuga viðskiptavina.
Á staðnum er sjoppa með gos, snakk og sælgæti á boðstólum ásamt tilboðum á pizzum frá Hróa Hetti hafnarfirði.
Hægt er að panta tíma hjá okkur sem og semja um lengri opnunartíma ef áhugi er hjá liðum að vera lengur frameftir. Einnig er hægt að leigja staðinn í heild sinni í heilan dag.
Hefðbundinn opnunartími er frá 11 að morgni til 12 á miðnætti.