DACSAS II - Public LAN <p><img border=“0” src="http://www.oldfartsclub.com/frissisdesign/frissis maps/hugamynd.jpg“ width=”265“ height=”278“></p>



DACSAS II

Der Anti Counter-Strike Alien Slugfest… hið síðara



Sælir, hugaðir áhugamenn um tölvuleiki!

Nú, eftir gott gengi síðast, höfum við ákveðið að halda DACSAS almennings LAN-ið aftur. Það kom saman góður hópur síðast, að frátöldum nokkrum sem voru að eyðileggja fyrir hinum með því að virða ekki skipulagið. Þeim verður ekki boðið næst. Kjarninn af skemmtilegu og tilraunagjörnu fólki óx allavega síðast og mun örugglega gera það líka núna.



Hvað/Hvernig er ”DACSAS“?

DACSAS er ”alternate“ LAN, þ.e.a.s. LAN til tilbreytingar frá meginstraumnum. Leitast er við að spila margs konar leiki í þéttri og skemmtilegri keyrslu, fyrst í fyrirfram skipulögðu ”prógrammi“ og síðan frjálsum tíma eftir það, þar sem hver getur stofnað server í hvaða leik sem er (nema CS) og sannfært fólk um að spila með sér.

DACSAS er LAN sem hver sem er getur mætt á, og það á ekki að koma með tölvu. Það er samt ALVEG SJÁLFSAGT að koma með sína eigin mús, heyrnartól, ísskáp, leiki, whatever. Það þarf bara að senda mér e-mail umsókn með nafni, aldri, og nicki á ”reynirorn@hotmail.com“ og ég bæti þér í lista yfir fólk sem hefur áhuga. Síðan spyr ég þig hvort þú sért ekki ennþá með, nokkrum dögum fyrir lanið sjálft, og ef ég fæ staðfestingu frá þér er hægt að íhuga þig sem þáttakanda.

ATH! Af gefnu tilefni vil ég taka fram að þó einhver sendi mér ”umsókn“ í e-maili með nafni, nicki og aldri, þýðir það EKKI að sá hinn sami sé ”kominn inn“ og geti hætt að kíkja á e-mailið sitt. Ef ég fæ ekkert svar við beiðni minni um lokastaðfestingu nokkrum dögum fyrir LAN-ið, þá mun ég gera ráð fyrir að þið séuð hættir við, búnir að gleyma þessu, eða farnir út á land eða eitthvað! Við höfum ekkert efni á að gera ráð fyrir fólki sem mætir svo ekki, því við þurfum allavega 16 manns til að leigja salinn.

Svo vil ég benda á að DACSAS er ”casual“ (afslappað) LAN, ekki er krafist að menn kunni á leikina sem við spilum og engin skipulögð keppni mun fara fram. Hugmyndin er að skemmta sér, en ekki taka þessu of alvarlega, eða hugsa bara um að vinna. ”OMFG ÓGEÐSLEGI NOOB!! HANN VAR MINN!!!“ mórallinn verður ekki liðinn hér.



Hvar/Hvenær/Hvað kostar?

DACSAS verður næst haldið í K-Laninu (Laugavegi 103 Rkv. Hlemmur og 10-11 rétt hjá), föstudaginn 10. október, frá klukkan 23:00 á föstudagskvöldi til klukkan 11:00 á laugardagsmorgni (leigutíminn endist svo langt, aftur á móti ráða menn hvað þeir nýta mikið af honum).

Ástæðan fyrir því að við erum að halda þetta yfir nótt er sú að þannig kostar þetta aðeins 1000kr á mann, ekki mikið fyrir 12 tíma leigu á tölvu og öllu tilheyrandi, húsnæði og leðurstól plús K-Lan starfsmann á launum við að hjálpa okkur.


Hvernig eru svo reglurnar og ”prógrammið“?

Reglurnar eru þessar:

1. Bannað er að spila Counter-Strike í nokkru formi, nokkurn tíman, hvorki meðan á prógramminu stendur né í ”frjálsa“ tímanum. Ekki það að við fyrirlítum þennan leik, við erum bara orðnir leiðir á honum.

2. Öll internetspilun (”scrimm“ eða public), sem og einmenningsspilun (single-player) er bönnuð. Við erum að mæta þarna á sama staðinn í 12 tíma og þá 12 tíma skulum við nýta í að LAN-a við HVORN ANNAN.

3. Allir eiga að spila ”prógrammið“ þangað til því lýkur.

Prógrammið er svona:

23:00 Mæting (fyrstir koma, fyrstir fá með tölvurnar). Opnunartíma K-Lansins lýkur 23:00 og salurinn er okkar.

Síðan taka við:

1 klst Battlefield: 1942 og 1 klst Battlefield: Road to Rome EÐA Desert Combat ef að meirihluti vill frekar.

2 klst Natural Selection.

2 klst Wolfenstein: Enemy Territory

Allavega 1 klst UT2k3 og/eða UT. Fullt af möguleikum þarna, menn geta spilað lengur ef áhugi er fyrir.

Nú ætti klukkan að vera svona um það bil 06:00-07:00 og menn misþreyttir og með mismikinn áhuga á meiru. En spilun heldur áfram, í ýmsum leikjum sem þurfa ekki eins marga leikmenn og hinir. Það geta verið ýmsir leikir, svo lengi sem áhugi er fyrir hendi. Hér eru nokkrar tillögur:

DeathBall (MOD fyrir UT2k3): Enginn vafi á að hann verði spilaður aftur… þetta var án efa lang vinsælasti leikurinn síðast! Mikið um fílíng og fagnaðarlæti.

BattleZone II: Verður kannski prófaður

TFC: Verður örugglega tekinn aftur.

DoD: Góður LAN leikur.

Tribes2: Frábær leikur. Rabbit var tekið síðast en gæti vel verið að við kíkjum í eitthvað team-based game type.

…eða einhverjir aðrir leikir…





Skipuleggjandi þessa LANs er ég (og nei ég er ekki að græða neitt á þessu, bara sjálfboðavinna við að redda ódýru og skemmtilegu LAN-i). Allar spurningar, umsóknir, og fleira í sambandi við LAN-ið berist til mín á reynirorn@hotmail.com.

Og muna, til að sækja um, sendið mér e-mail á reynirorn@hotmail.com með:

Nafni
Nick-i
Aldri

Og muna svo að fylgjast með inboxinu nokkrum dögum fyrir lanið. Fresturinn til að svara beiðni um lokastaðfestingu rennur út kl 22:00 á fimmtudegi (daginn fyrir lanið). Síðan læt ég ykkur vita hvort þið eruð með eða ekki (umsóknir gætu orðið of margar og fyrstir koma fyrstir fá…).

Kveðja, Reynir ”OBhave" Örn