Já, svosem ekkert að því.
Ég hallast frekar að því að eldri spilarar (þá meina ég í RL aldri, ekki CS aldri) séu almennilegri manneskjur í mínum augum.
Ég var að tala um snillinga á þann máta að þeir séu geðveikt fínir og hressir, en hér á netinu finnst manni oft eins og neikvæðni ráði ríkjum.
Vissulega skil ég gremju fólks yfir yngra fólkinu sem hefur ekki ábyrgðartilfinningu gagnvart leiknum eða samfélaginu í kringum hann, en þeir sem hafa verið lengur að þurfa ekki að sýna öðrum hroka. Ég verð oft var við hroka og (hugsanlega skiljanlegum) pirringi frá Old School “genginu” á netinu, enda er netið ansi duglegt við það að draga fram neikvæðu hliðina í fólki. Ópersónlegri spjall heldur í raunveruleikanum þar sem það skiptir ekki bara máli hvað þú segir heldur hvernig þú segir það.
Ég er ekki að verja yngra liðið sem skýtur oft yfir markið með hótunum um að lemja mann og annan, eða álíka vitleysu.
Nafnið á greininni er dæmi um óþarfa hroka, en gæti hugsanlega verið einhverskonar grín hjá höfundi.
Upp til hópa getur vel verið að gamli hópurinn séu betri spilarar en þeir nýju, og líka að þeir passi hvað þeir segi betur en þeir nýju þar sem þeir hafa ákveðna virðingu fyrir leiknum (enda hafa þeir “eytt” gífurlegum tíma í hann).
Nýji hópurinn (ungu krakkarnir) er oftast óagaður, og lítur kannski meira á leikinn sem tölvuleik. Og tekur sig ekki of alvarlega (og oft ekki nógu alvarlega) þegar kemur að samskiptum.
Persónulega finnst mér báðir hóparnir hafa vissa góða og slæma eiginleika.
Það má ekki taka þessu of alvarlega, þá hættir maður að skemmta sér við áhugamálið sitt (og maður tekur oft ekkert eftir því) en samt að hafa grunn virðingu fyrir samfélaginu, ekki endilega óldskúl genginu - heldur bara almennt öllum sem eru samankomnir með svipað áhugamál.
Ég sé samt ekki að maður eigi að pirra sig mikið yfir fólki sem reynir að gera lítið úr þessu áhugmáli og CS-samfélaginu þar sem maður hefur alltaf gott af því að verja sín áhugamál =)
Þó svo að einhverjir (og ég er alveg líklega í þessum hóp) vitleysingar komi hingað og bulli einhver örfá orð sem virðast innihaldslaus þá sé ég ekki skaðann í því.
Maður er fljótur að renna yfir svona bull og þarf að passa sig á því að pirrast ekki of mikið yfir smá texta á netinu, hversu vitlaus sem hann er.
Oft getur það reynst nýjum einstaklingum erfitt að komast inní svona samfélag og þegar það getur ekki tekið þátt í persónulegum húmor eða hefur ekki neina voðalega hæfileika í tilteknu áhugamáli finnur það þörf til að draga að sér athygli eða taka þátt á eina mátan sem það getur (í þessu tilfelli að pósta einhverju rugli) ef það hefur ekkert mikið til málanna að leggja.
Sumum finnst betra að segja eitthvað rugl heldur en bara að þegja útí horni.
Stundum er fólk bara að flippa og slær inn næsta hlut sem það dettur í hug bara til að taka þátt, og líða eins og það sé partur af heildinni.
Who knows?
Fólk er mismunandi, og stundum verður maður bara að taka hlutum (eins og sumu bullinu á Huga) í staðinn fyrir að láta það fara eitthvað í pirrurnar á sér.
Ég trúi því alveg að þeir sem hafa áhuga á CS hætti fljótlega þessu rugli á meðan þeir sem hafa engan verulegan áhuga á leiknum hætti að koma hingað inn til að rugla eitthvað.
Það að Half-life sé auglýst á forsíðunni sem aðal áhugamálið á þessum vef hafi alveg áhrif á hvaða vitleysingar komi hingað inn.
Persónulega finnst mér erfiðari að lesa í gegnum greinar og svör sem innihalda óeðlilega mikið af stafsetningarvillum og innsláttarvillum (ekki það að ég sé einhver íslensku aðdáandi) og gera efnið næstum því ólæsilegt heldur en að renna yfir einhver svör sem innihalda örfá bull orð (og oft bara eitt orð).
NGL/241 -EE, sem er of þreyttur til að bulla meira í bili.