Ég veit ekkert hverjir eru góðir í scrimmum, það eina sem ég veit er árangur á skjalftum. Hef persónulega aldrei spilað counterstrike. Mér finnst þetta asnalegt, og ef ég skildi hann zlave rétt þá fengi drake ekki að koma með blið sitt, þó eitthvað lið forfallaðist af þessu móti, af því einfaldlega cpl leyfir ekki 2 lið frá sama clani að taka þátt. Svo við verðum nú að fara eftir cpl reglunum.
Það sem hann kannski gleymir að hugsa útí er að þetta er cpl forkeppni, ekki sjálf cpl keppni, og ég held að það sé ekkert sem banni það í cpl reglunum að tvö lið frá sama clani taki þátt. Það finnst mér svakalega þunn röksemdarfærsla. Mér er það hulin ráðgáta af hverju lið sem náði einhverntíman 5.sæti á skjalfta fræ þáttökurétt, en lið sem lennti í 3.sæti á seinasta skjalfta fær EKKI þáttökurétt. Það er í raun ekkert sem bannar það að ef einhver gaur spilaði með hate á seinasta skjalfta, að hann spili með dig núna, er það nokkuð? Svo þau rök að það væri hægara um vik fyrir þá að færa úr bliðinu yfir í aliðið eða öfugt falla algjörlega um sjálf sig. En já, okkur er ekki ætlað að skilja allt :)