Hverjir fara á CPL í USA að keppa fyrir hönd Íslands.
Counter strike mót smells hefur tekið miklum framförum sem hefur skilað því að CPL hefur ákveðið að láta Smell fá Þáttökurétt fyrir eitt CS lið á winter event http://www.thecpl.com sem verður haldið í Dallas 16-20 desember 2003, er þetta flottasta CS mót í heiminum.
Smellur 4 verður haldin í Laugardalshöllinni, hinum eina sanna stóra sal í þetta skiptið og búist er við rúmmlega 300 manns. Nú er að duga eða drepast í stigakeppni CS á Smell og síðasti sjéns fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í stigakeppninni að koma sér að. Keppt verður fram að undanúrslitum en þá verður mótið fryst og helgina eftir verður lokabaráttan háð innan um almenning (vetrargarðurinn smáralind, kringlan, eða eitthvað því um líkt) þar sem fjölmiðlar munu koma að og keppendur munu allir á eins vélum frá Opin Kerfi.
Mjög mikilvægt er að fólk átti sig á því að í þetta skiptið er EKKI netskráning á Smell heldur aðeins seldir miðar í verslunum Og Vodafone frá og með 1.september. Viðskiptavinir Og Vodafone sem versla miða þann 1.september fá 500.kr afslátt.
300 fyrstu sem mæta svo á Smell 4 fá glænýjan Smells bol.
Nú er um að gera að smala saman claninu, fara að æfa og taka þátt.
Viss orðrómum hefur átt sér stað um að MurK.CS séu hættir að spila saman af einni eða annari ástæðu og ef þetta stenst þá gefst gífurlegt tækifæri fyrir ykkur hin clönin að nýta tækifærið og vinna ferð til USA á CPL. Endilega commentið á þennan orðróm ef þið vitið meira.
Nánari upplýsingar fást á glænýrri síðu Smells www.smellur.net
Sjáumst Hressir.