Ég er ekki viss hversu mikið menn fylgjast með TFC hlutanum af huga.is en vonandi nær þetta til þeirra sem áhuga hafa.
Fortress.IS og Fort:is clanið eru nú að fara af stað með smámót í TFC sem til stendur að halda alla föstudaga. Hver sem er getur skráð lið til leiks, eina skilyrðið fyrir þátttöku er að hafa 6 leikmenn sem eru tilbúnir að spila leiki frá kl. 21 til miðnættis.
Skráning fer þannig fram að lið geta skrá' sig til leiks á föstudögum eftir kl. 18. Fulltrúar hvers liðs þurfa svo að mæta á #fortress.is irc rásina á quakenet ekki seinna en kl. 20.30 sama kvöld. Þar verður þeim tilkynnt hvenær þeirra lið spilar.
Spilamennskan er n.k. útsláttarkeppni. Hverju liði er tryggður 1 leikur. Ef liðið vinnur spilar það áfram næsta leik - en ef það tapar hefur það lokið þátttöku það kvöldið. Sigurvegari kvöldins er það lið sem stendur uppi eftir síðasta leik.
Leikirnir fara fram á Fortress.is serverunum og við munum reyna að hafa a.m.k. 1 server til viðbótar aðgengilegan svo að þau lið sem vilja spila á meðan þau eru að bíða eftir að röðin komi að þeim hafi eitthvað að gera.
Einnig verður möguleiki fyrir áhugasama að fá að specca í leikjunum.
Við höfðum n.k. tilraunamót um síðustu helgi sem tókst vel, þrátt fyrir fá lið, þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér málið frekar á Fortress.is / Fort:is vefnum:
http://www.fortress.is/tournament/tourney.html
Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um skráningu, reglur o.fl.
| F | Anakrinon