Hæ,

Er búinn að vera að lesa í gegnum þræði inná cs.net korkinum ásamt fleiri stöðum og mér er hætt að lítast á blikuna varðandi þetta hraðasvindl sem er að gera alla gráhærða þessa dagana..

Málið er að þetta hefur ekkert að gera með HL eða neitt tengdu honum, upprunanlega var þetta hannað til að hraða á MPEG þjöppun/afþjöppun.

Þetta virkar ca. svona: í öllum forritum er “pásur” sem eru notaðar til að leikir (og sum forrit) keyri ca. á sama hraða á öllum tölvum. T.d. í Half-Life til að hann keyri ekki hraðar eftir því hvað þú ert með öflugri vél þá stillir kóðinn sig af þannig að í staðinn fyrir að þú t.d. hreyfir þig hraðar þá færðu bara hærra FPS.. Setjum sem dæmi að ganga frá stað X til Y í HL taki Z margar CPU skipanir.. hraðari örgjörvi ætti því að geta gert þá útrekninga á skemmri tíma en hægari CPU, þannig að til að ALLIR séu t.d. 4.5 sek. að fara á milli þessa punkta þá mælir kóðinn hversu lengi örgjörvinn er að reikna ákveðna kafla og “refreshar” myndina þá oftar, sem þýðir hærra FPS m.a., s.s. í raun “hægir á” kóðanum til að allir séu jafnlengi að fara á milli staða.
Man einhver eftir gömlu DOS leikjunum sem keyrðu á TURBO þegar “hröðu” 486 vélarnar komu? þar voru leikir ekki með svona “pásu” kóða :)

Og nú eru vondu fréttirnar: Þetta “svindl”, sem er í raun lítið forrit ÞURKAR ÚT ÞESSAR EYÐUR/BIL, ég veit ekki hvernig þetta er hægt.. en þetta veldur því að ALLT í leikjum sem er háð tímamælingum til að “hægja” á kóða keyrist eins hratt og það getur! þannig að þeir sem eru með 1GHz vél hlaupa því hraðar í CS heldur en þeir sem eru með 400MHz vél :P

Í raun eru bara 2 sjáanlegar leiðir til að laga þetta (amk. í fljótu bragði):

* Færa tímamælingar á server (er mikið basl og þarf að endurskrifa mikið af leiknum), sem dæmi þá er Tribes 1 þannig, og þetta svindl virkar ekki þar =)
* Setja inn detection á þessu svindli.. Annaðhvort serverinn eða client (líklega þarf það að vera server) fylgist með hraða spilara (hversu hratt XYZ hnitin breytast t.d.) og getur kickað út fólki (o.s.frv.) sem er að svindla..


Fólk er alveg gapandi yfir þessu útum allt og engin “FINAL” lausn á þessu, nema bara liður B hér að ofan (detection)

Ég heyrði að Punkbuster væri kominn með svona detection =D Allir setja upp PB núna! :)

Vona að þetta skýri málið eitthvað.. fyrir þá sem vilja kanna þetta betur eru hér 2 linkar:

http://forums.counter-strike.net/showthread.php?threadid=70714

http://www.pagn.net/cgi-bin/UltraBoard/UltraBoard.cgi?action=Read&BID=5&TID=65749&SID=648244


Með fyrirvara um stafsetningarvillur,

[-IRA-]Skarsnik