Hver er maðurinn spurja eflaust margir núna, og ekki get ég beint sagt að það komi mér á óvart.
Rickey Abrahams er maðurinn, og er hann ástæðan fyrir því að TFC eins og við þekkjum það er til í dag.
Rickey fæddist árið 1947 í Dunfermiline í Skotlandi og ólst þar upp og bjó þar ásamt föður, móður og 12 systkinum í 2 herbergja timburkofa með útikamri í miðbænum við afar bág kjör.
Faðir Rickey's var fyrsti atvinnumaður skota í leirdúfuskytteríi og vann meðal annars opna engilsaxneska mótið 10 ár í röð.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, og það er heldur engin undantekning í þessu tilviki. Snemma byrjaði Rickey að leika sér með skotvopn og segja gárungarnir að hann hafi skotið sitt fyrsta dýr þegar hann var aðeins 4 ára og var það hundur sem hafði verið að elta heimilisköttinn.
Og svo liðu árin, núna er árið 1959 og Rickey á 12 ára afmæli.
Faðir hans segir að nú sé kominn tími til að hann fari að æfa skytterí, annað væri bæri bara sóun á hæfileikum, og réttir honum pakka. Rickey opnar pakkann og sér hann að þetta er Megalander 1250 riffillinn sem pabbi hans notaði þegar hann vann fyrsta opna engilsaxneska mótið í leirdúfuskytteríi, þvílíki gjöf hugsar hann með sjálfum sér, en þetta er ekki allt og sumt segir pabbi hans og réttir honum svo 12 mánaða æfingakort í skytterísmiðstöð skotlands í Dunfermiline.
Enn líða árin og Rickey er orðinn einn fremsti skotmaður evrópu og vinnur hvern glæsi sigurinn á fætur öðrum.
Þó svo að Rickey sé ekki hræddur við að þeyta byssukúlum hátt upp í loftið þá er hann hræddur við að fljúga.
Opna Írska mótið er eina keppnin sem Rickey hefur aldrei sigrað á og honum dauðlangar til að taka dolluna heim í þetta skiptið.
Ákveður hann þá að keyra á milli Dunfermiline og Dublin. Þegar aðeins örfáir kílómetrar eru eftir munar engu að hann keyri á nautgripi á veginum, hann neyðist til að sveigja út af veginum og bíllinn fer nokkrar veltur.
En okkar maður er sko alls enginn vælukjói og lætur ekki nokkrar veltur buga sig og út úr bílnum hann stígur, úff, þarna slapp ég með skrekkinn hugsaði hann, best að labba bara restina, í þeim töluðu orðum kemur brjálað naut og stangar Rickey í síðuna.
Rickey keppti aldrei framar í leirdúfuskytteríi.
Á næstu árum flytur Rickey til Glasgow og gerir ekkert annað en að djamma og djúsa og leirdúfuskytteríið sem einu sinni átti hug hans allan er nú gleymt og grafið.
Það er árið 1987 og Rickey er fertugur í dag, hann á heima í rottuholu einhvers staðar í Glasgow, þetta er ekki sami lífsglaði Rickey og við þekktum einu sinni.
*bank* *bank*
Þó svo að Rickey sé búinn að slíta tengsl við alla ættingja, þá kemur faðir hans alltaf til hans á afmælum.
Faðir hans færir honum gjöf sem seinna átti eftir að breyta lífi hans, þetta er einhvers konar apparat er kallast tölva og á því er áfastur skjár.
Og árin líða, Rickey kveikir á tölvunni og byrjar að spila Pacman.
Þetta er ömurlegur leikur hugsar hann, af hverju eru allir þessir leikir svona lélegir!
Útí horni hvílir gamli Megalander 1250 rifillinn.
Allt í einu fær Rickey þessa þvílíku hugdettu, hvernig væri það nú eiginlega að búa til leik þar sem aðal markmiðið væri að skjóta hvernig annan með sniper riffli, það væri sko alvöru hasar.
Næstu ár keppist Rickey við að þróa þessa hugmynd í kollinum og notar hann tölvuna góðu við það einnig.
Svo árið 1995 ákveður hann að fara til tölvuleikjaframleiðandans Valve og segja þeim frá þessar hugmynd sinni.
Valve sem á þessum tíma var ekki ríkt né stórt fyrirtæki tók á móti Rickey og sagðist vilja fá að hlusta á hvað hann segði.
Á móti Rickey tók Nicholas Robertson yfir tölvuleikjahönnuður hjá Valve og sagði Rickey honum frá því að hann hafi haft þessa hugmynd lengi í kollinum að búa til leik sem snýst út á það að keppa á internetinu snipa allt er fyrir manni verði.
Nicholas fannst þetta vera frábær hugmynd og ákvað að ráða Rickey til fyrirtækisins.
3 árum seinna kemur út sniper leikurinn Team fortress classic og seldust 1,5miljón eintök fyrstu 2 vikurnar.
Rickey er orðinn milljónamæringur og ákveður að flytja aftur til Dunfermiline og stofna þar skytterísskóla fyrir fátæka krakka sem hafa orðið undir í lífinu.
Árið 2001 lést faðir Rickey's og var hann 81 árs gamall.
Hans hinstu orð voru: “Rickey, lofaðu mér því að þú búir til team fortress 2, Rickey, lofaðu mér því”.
Svarið veit ég því miður ekki.