30. sept. 2003 mun Half-Life 2 koma út. U.þ.b. fimm ára afmæli upprunalega Half-Life. FPS-leikir hafa aldrei verið samir síðan þá. Þessi leikur setti standard, sagði öðrum FPS framleiðendum hversu mikið þeir þurfa að vinna til að vera markaðstækir. Frábær gervigreind, fín tónlist, flottar geimverur, ágæt grafík sem spilaðist hratt á hvaða maskínu sem er og vél sem var hægt að modda auðveldlega.
HL er eini leikurinn sem VALVe hefur gert, en það þykir samt nokkuð góður ferill. Þeir hafa tekið hvert penní sem þeir græddu á HL til að gera HL2. Þeir byrjuðu að vinna á honum stuttu eftir að HL kom út. Það mun varla finnast kláraðri leikur en þetta.
Þeir sem hafa skoðað leikinn hafa meðal annars talað um það að maður geti ekið farartækjum, og ekki bara áfram og afturábak heldur hvert sem er. Kannski verður hægt að fá skriðdreka í DoD2 og APC í CS2?
Grafíkin er alveg rosaleg eins og sjá má í <a href=http://www.gamespy.com/previews/may03/halflife2pc/ screenshots.shtml>þessum skjáskotum.</a> Þó mun leikurinn spilast vel á 700 mhz vél með TNT 2 skjákorti, sem er svo sannarlega ekki mikið. Flestir CS-spilarar hafa betri tölvur en þetta. Ekki hafa áyggjur af því að þið munuð ekki geta spilað HL2/CS2/DoD2.
Nýja vélin sem VALVe hefur hannað fyrir HL2, Source, er alveg einstaklega glæsileg að öllu leiti. Hún styðst við Havok physics vélina sem gerir það að verkum að allt í umhverfinu hefur áhrif á annað, þ.e. ef þú rekst í tunnu veltur hún, og ef tunnan rekst á hillu dettur hillan, o.s.fv, og einnig framkallar vélin réttu hljóðin þegar þetta gerist. Það er ekki lengur þannig að hljóðin séu alltaf eins, það eru mismunandi hljóð fyrir mismunandi atburði og samröðun þeirra.
Einnig styðst vélin við hreint risastór svæði, þannig að í HL2 og moddum er hægt að gera stærri möpp en í HL moddum. Þetta mun koma glæsilega út í DoD, sérstaklega ef hægt verður að gera skriðdreka og farartæki.
Það sem vitað er um söguþráð leiksins er að þú spilar aftur sem hinn frægi gleraugnaglámur í appelsínugula búningnum, Gordon Freeman. Þú munt vinna m.a. með Alyx Vance, dóttur svarts vísindamanns úr fyrsta leiknum sem hét Eli. Hann lifði víst af ástandið í Black Mesa, en missti þó fótinn. Einnig kemur hinn frægi “G-Man” aftur (ríkisstjórnarmaðurinn með skjalatöskuna) og hann er hreinlega frábærlega útlítandi. Dálítið líkur David Bowie, eins og félagi RazhowR benti mér á. :)
Leikurinn virðist gerast að mestu leiti í austur-evrópskri borg að nafni City 17, en nú berjast sumar af Xen-geimverunum með þér, af hverju veit ég ekki þar sem stundum berjast þær líka á móti þér. Dálítið óstöðugt samband þar á milli.
Gervigreind hefur verið gerð betri og þegar gervigreind fer í gang leitar hún alltaf að einhverjum flottum hlutum að gera, þannig að ef þú flýrð inn í herbergi og lokar hurðinni og læsir þá munu hermennirnir lauma svona míníkameru undir hurðina til að sjá hvar þú ert og sprengja síðan hurðina og byrja strax að skjóta þar sem þú varst, eða eitthvað þannig.
Einnig styðst vélin við dálítið sem kallast “ragdoll physics” en það þýðir að lík munu ekki fara í gegnum veggi lengur heldur falla upp við þá, og ef þú skýtur einhvern í stiga mun hann ekki standa beint út heldur detta niður stigann. Leikurinn verður einnig lengri en upprunalegri HL.
Svo er einn smávægilegur hlutur sem allir tala þó um og það eru augu karakteranna sem eiga víst að vera alveg fáránlega raunveruleg og miklu betri en allt sem áður hefur sést í tölvuleikjum. Maður getur meira að segja séð sína eigin spegilmynd í þeim!
VALVe hefur lofað að gera vélina mjög aðgengilega fyrir moddara og segja að ný útgáfa af Hammer, moddforritinu fyrir HL, muni fylgja með leiknum þegar hann verði seldur. Einnig eru þeir að tala um að hafa einhverskonar “vöruhús” þar sem módel eru geymd fyrir mod-notkun.
Ég hef ekkert sagt hér sem er ekki hægt að finna í previewunum á netinu, en hér eru heimildalinkar á nokkrar:
<a href=http://www.gamespy.com/previews/may03/halflife2pc/ index.shtml>GameSpy</a>
<a href=http://www.shacknews.com/extras/e_halflife_2/>Shac kNews</a>
<a href=http://pc.ign.com/articles/400/400985p1.html>PC.IG N</a>
<a href=http://www.gamespot.com/pc/action/halflife2/previe w_6026488.html>GameSpot</a>
<a href=http://www.actiontrip.com/previews/halflife2.phtml >ActionTrip</a
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane