Sælir cs spilarar og hugarar!
Í þessari grein ætla ég að fjalla aðeins um “sjúkdóm” sem ég hef haft í blóði mínu í talsverðan tíma en aldrei gert neitt til að laga hann heldur aðeins fætt hann á hræðslu minni og gert það sem hann vill að ég geri, SKIPTI UM UPPLAUSN!
Þannig er mál með vexti að ég get ALDREI ákveðið hvaða upplausn ég ætla að spila í, og ef þið haldið að ég hafi ekki heyrt :“spilaðu í þeirri sem þér finnst best að spila í” þá skjátlast ykkur. Ég hef margoft hugsað með sjálfum mér að núna verði ég að finna mér eina og aðeins eina upplausn til að spila í því annars á ég aldrei eftir að geta orðið “stöðugur” spilari, því jú sens breytist, crosshairin minnkar/stækkar og útlit leiksins verður öðruvísi í hvert skipti sem mar breytir.
Ég skiptist á að nota 3 upplausnir og það eru þær sem flestir nota, 640*480, 800*600 og 1024*7??, ég flakka endalaust þarna á milli, og þá er ég ekki að tala um nokkrum sinnum í viku heldur nokkrum sinnum á dag.
Nú ætla ég að taka dæmi úr dæmigerðum degi þar sem “upplausnarsýkin” stjórnar mér algjörlega. Ég er staddur í skrimmi, ég hitti 4 headshot í röð og ég hugsa með sjálfum mér:“þvílíkt frábær upplausn”. Ég kem aftan að gaur, hann sér mig ekki, ég bursta á hann nokkrum skotum, hann snýr sér við og drepur mig og ég ég hugsa:“djöfuls drasl upplausn”. Ef ég er með lélegt skor í hálfleik get ég ekki hugsað mér að spila seinni hálfleikinn í sömu upplausn þannig að ég quita og skipti um upplausn. Í seinni hálfleiknum gengur mér kannski líka illa og þá hugsa:“vissi að ég hefði átt að fara í hina upplausnina”. Í næsta skrimmi er ég að owna gjörsamlega, headda allt og alla og mér líður æðislega því ég fann réttu upplausnina, svo í næsta skrimmi hitti ég ekki rassgat og þá er ég enn og aftur farinn að kenna upplausninni um, aldrei er neitt mér að kenna né þakka, alltaf er það upplausnin!
Þetta er að gera mig geðveikan, gjörsamlega, og ég er viss um að það er einhver þarna úti sem þjáist af sömu “sýki” og ég og kann gott ráð við þessu, því ég get ekki hætt! Ég þarf alltaf minn skammt af “upplausnarskiptingum” og ég þarf meðferð.
Með von um góð svör og fín fleim,
- Óli
- [.Hate.]Quality
- GimpoS