Sæl,
Ákveðið hefur verið að setja á stofn eina ördeild með átta liðum.
Spilað verður í tveimur fjögurra liða riðlum, sem eru 3 leikir á lið :) svo bætast við undanúrslit og leikir um sæti = 4-5 leikir á lið.
Tvö efstu liðin í hvorum riðli fara upp í undanúrslit, sigurvegarar þar spila úrslitaleik.
Taplið í undanúrslitum leika um 3-4
Lið í þriðja sæti í sitt hvorum riðlinum leika um 5-6.
Lið í fjórða sæti í riðlunum leika um 7-8.

Þessi lið verða með: Adios,Cosanostra,GEGT1337,GGRN,Rare,SpEaRs,Un
Svo verður áttunda liðið að öllum líkindum Inchoatus.

Liðin kjósa möppin sem verða spiluð. Einn fulltrúi frá hverju klani myndi nefna 5 möpp hérna fyrir neðan. Flest vote = úrslitamapp.

Hin eilífa spurning um servera? Mörg liðanna eiga server (Gegt,GGRN,Cosanostra) við í Spears erum að fá server í næstu viku og það vill oft brenna við að tcs serverar séu lausir. Svarið er semsagt þeir reddast.

Hvaða leikmenn má nota? Við treystum hvorum öðrum í skrimmum til að nota okkar eigin membera og sú almenna regla gildir hérna. Ef lið þarf að notast við láner eru vinsamleg tilmæli að segja frá því.

Ég vill þakka öllum fyrir frábærar undirtektir hingað til og vonandi getum við öll haft gaman að þessu.
Virgin
#clanspears
#titturinn
*SpEaRs*Virgin