Eins og skoðanakönnunin á síðunni á undan hefur sýnt, notar aðeins 44% aldrei bota, og 5% alltaf bota, og 36% stundum og oft bota. Af hverju? Persónulega hef ég aldrei notað bot og aldrei pælt í því að nota Bot. Til hvers ad nota BOTA?? Telja upp nokkur atriði til hvers
1. Þú hittir, égt veit ekki um alltaf en þú hittir.
2. Þú þarft ekki að læðast, þú hleypur bara og tekur í gikkin þegar aimið færist, (ég meina þetta hlýtur að virka ca. eins og autoaim i Rouge Spear sem ég spilaði oft).
3. Þú getur keppt með gaukum sem eru mjög góðir, og get ég talið upp marga (sem ég held alla vega að noti ekki bota).
Nokkur atriði fyrir því að nota ekki Bota !
1. Þú sýnir engan veginn hvað þú ert góður í CS.
2. Þú ert að eyðileggja leikinn eiginlega fyrir sjálfum þér, (og verður þar af leiðandi aldrei góður, því þú þarft aldrei að miða)
3. Þú EYÐILEGGUR leikinn fyrir hinum sem eru að spila sem nota ekki Bota (alveg sama hvaða svindl er svo sem notað, og það eyðileggur náttúrulega líka fyrir sjálfum þér)
4. Og hvað er gaman af að spila leik sem gerður er sem afþreying, með því að svindla alltaf (eða oft eða stundum skiptir ekki máli)
og leggja aldrei neitt á sig til að verða betri. Leggja aldrei á sig til að fá þau stig sem þú ert að fá (með því að svindla) og gera það frekar með stæl, án þess að svindla.
Eins og ég sagði, hef ég aldrei notað bot, eða svindl (að sjá í gegnum veggi er ekkert annað en svindl) og ég mun aldrei gefa mig út fyrir það, hvað þá að virkilega nota svindl.
Þið sem svindlið ættuð að safnast saman á sér server og spila þar, og athuga þá hvursu gaman það virkilega er þegar mótspilarar eru að svindla , og sleppa því næst þegar þið komið á public server eins og IsNet og SimNet serverana eða einhvern server.
Æfið ykkukr frekar og leyfiði okkur hinum sem ekki svindlum að spila í friði án svindls í guðanna bænum.
A