Sæl öll.
Ég tel mig knúinn fyrir hönd þeirra tæknimanna sem sjá um ADSL þjónstu Landssímans að svara nokkrum af þeim rangfærslum sem komið hafa fram á huga.is og útskýra hvað er í gangi í ADSL kerfinu. Það sem byrt var áður á Huga sem svar Landssímans er alls ekki svar LS. Það kemur ekki frá neinum sem vinnur við ADSL kerfið og alsendis óvíst hver hefur skrifað það…

1. Þegar við fórum af stað með ADSL þá var talið að vegna samkeppnisstöðu Símanns þá gætum við ekki einskorðað okkur við Símann Internet sem Internetþjónustuaðila. (Flest fjarskiptafélög einskorða xDSL þjónustu við sína Internetveitu.) Af þeim sökum var farið út í að nota VPN tæknina og leyfa notendum að flakka að vild á milli þjónustuaðila. Þeir þyrftu aðeins að breyta hvað stæði á eftir notendanafni þeirra (nafn@isp.is) til að breyta um Internetveitu. Til þess að gera þetta þá var fjárfest í sérhæfðum miðlægum router eða BBRAS (Broad Band Remote Access Server). Því miður þá hefur þessi beinir ekki staðið undir væntingum og hafa verið nokkrar truflanir á þjónustunni hans vegna. Til að forða misskilningi þá vil ég taka fram að samkvæmt framleðanda þá getur sú harðvara sem er nú í ráternum ráðið við um 4x fleiri notendur en nú eru uppsettir í honum. Nú eru vel yfir 2000 viskiptavinir tengdir inn BBRAS-in og er venjulega um helmingur af þeim virkir á hverjum tíma. Ástæðan fyrir að við höfum ekki skipt um BBRAS eru upplýsingar sem við fáum frá Evrópskum símafélögum sem segja að þeir hafi prófað alla helstu tegndir BBRASa og engin þeirra hafi staðið undir væntingum. Því miður er nú í gangi minnisleki í routernum sem leiðir til þess að hann fer niður eða það verður að reboota honum á 5-6 daga fresti. Framleiðandi búnaðarins hefur ekki komið með lausn ennþá en lofa að laus sé í sjónmáli.

2. Menn hafa spurt af hverju Síminn noti ekki “ISO ADSL módem”. Svarið er einfalt ISO ( International Organization for Standardization) hefur ekki gefið út neina ADSL staðla og því engin “ISO ADSL modem” til í heiminum. Þeir sem hafa gefið út staðla um ADSL eru þessar staðlastofnanir:

ANSI (American National Standards Institute) gaf út upprunalega ADSL staðalinn ANSI T1.413, sá nýjasti er version 3.

ETSI (the European Telecommunications Standards Institute) gefur út sérstakar Evrópskar viðbætur við ANSI T1.413 í staðli sem kallast ETR 328

ITU (International Telecommunication Union) hefur gefið út staðlana
ITU G992.1 (G.DMT) sem fjallar um “venjulegt” eða “full rate” ADSL ,þ.e. max 8Mbps til og 800kbps frá notanda.
ITU G992.2 (G.Lite) fjallar um G.lite ADSL þ.e max 1536kbps til og 512kbps frá notanda.

Þeir staðlar sem við eigum að fylgja eru ETSI og ITU staðlarnir.

3. Menn hafa haldið því fram að Siminn sé að nota óstaðlað ADSL og/eða G.lite. Síminn býður upp á tvenskonar ADSL. Annars vegar ADSL sem hægt er að nota bæði fyrir venulegar símalínur og ISDN línur. ADSL 1000 módem fylgja ETSI staðlinum.
Hins vegar ADSL sem er aðeins fyrir venjulegar símalínur. Þau módem sem Síminn selur fyrir þessar tengingar heita “Spead Touch Home”. Þessi búnaður er ITU G992.1 (G.DMT) og ITU G992.2 (G.Lite) samhæfður. Bæði ISDN samhæfða ADSL-ið og POTS ADSL-ið eru “full rate”. Flestir ADSL þjónustuaðilar erlendis tengja aðeins sín módem við ADSL kerfi sitt. Síminn tók þá ákvörðun strax í upphafi að leyfa viðsiptavinum sínum að tengja eigin módem við ADSL línurnar. Því geta innflytjendur tölvubúnaðar flutt inn eigin módem og selt þau. Því miður hafa frekar fáir hafið þessa sarfsemi enn. Helsta ástæðan virðist vera að þeir geta ekki keppt við módemverð Símanns.

4. Fullyrt er að kostnaður vegna ADSL sé mjög lítill og því sé Síminn að stórgræða á ADSL. Hið rétta er að það er töluverður kostnaður per notanda í búnaði í símstöð(um 40-50.000 þús.) Þá er ótalin húsaleigukostnaður í símstöðvum, rekstrarkostnaður kerfisins og tengikostnaður í ATM netinu. Lang stærstur hluti tenginga í ADSL kerfinu eru 256kkbps tengingar sem kosta 2500 krónur í dag. Af þeim fara 500krónur í virðisaukaskatt. Það er því ljóst að hvorki var hagnaður af ADSL kerfinu á síðasta ári né verður hagnaður af því á þessu ári (2001). Ef áætlanir okkar standast um verð og fjölda notenda í kerfinu þá er möguleiki á einhverjum gróða árið 2002 en hann verður ekki mikill. Í þessum bissness er krafa um gróða eftir 2-3 ár því líftími tölvukerfa er mjög stuttur. Ég vil nú ekki fara mikið út í kostnað við Internetið hérna því það kemur ADSL kerfinu sjálfu ekkert við, heldur er mál Internetþjónustuveitna. Það er þó ljóst að Internetveiturnar sem eru að veita ADSL þjónustu eru ekki að stórgræða. Internet er mjög dýrt á Íslandi af tveimur ástæðum a) vegna staðsetningar landssins og b) vegna hárra tengigjalda við Internetið í Ameríku.

5. Svona rétt í lokin þá er rétt að minnast á tvennt sem kemur ADSL ekkert við en ….
Alþingi ákvað (á móti vilja Símans) að allt landið yrði eitt símstöðvarsvæði. Þetta þýðir að það kostar það sama að hringja frá Ísafirði til Egilsstaða og það kostar að hringja á milli húsa í Reykjavík. Eru menn sem vilja fá frítt innan svæðis þá að segja að þeir vilji fá frían síma? Á ríkið að borga? :-)

Kapalkerfi Símans sem sett verður í gang á árinu notast við tvíátta ljósleiðarakerfi. Þú þarft ekki að vera með upphringimódem með því.

Með von um málefnalegar umræður
Kv
Kristinn