Ég ákvað að senda þetta inn sem grein þarsem að pósta magnið sem kemur á korkana er oftast yfir 10 á dag, og stórar umræður vilja færast í gleymsku.
Já, ég skal játa að mótsvör mín við þessu voru frekar barnaleg hérna í korkunum, og vonandi get ég útskýrt þetta betur fyrir ykkur hér.
Núna eru hvað, rúmlega 3 vikur í skjálfta og er búið að gefa út reglur og aðrar upplýsingar um Skjálfta.
Á þessum skjálfta verður notast við WWCL(Config Checker á serverum sem rennur yfir configið þitt og blokkar ólöglegar skipanir, getur ekki breytt þótt að þú hafir verið skannaður), Einnig verða “p1mpar” töltandi um salinn athugandi configa hjá fólki OG það verður sérstakur SkjálftaGUI sem þú ert NEYDDUR til að setja inn.
Ég sé ekkert á móti WWCL, það kemur í vegfyrir ex_interp og ýmsar aðrar skipanir sem hafa verið deilumál á lönum jafnt sem á netinu.
p1mpar á röltinu er líka alveg í fínu lagi svolengi sem að þeir eru ekki alveg gaddfreðnir.
EN SkjálftaGUI sé ég nákvæmlega ENGANN tilgang í að hafa.
Skjálftagui(http://www.simnet.is/dleifrag/gui/ ):
Innbyggt rcon,volume,sensitivity og allskonar dót í VGUI menu.
Buyscript
Demóupptökutæki
Margt margt svakalega fallegt og flott.
_enginn_ console
Minn config:
Mín bind
Mínir Aliasar
Mitt Buyscript
Console, sem að flestir smákrakkar kunna að nota til þess að hækka volume,breyta sens,taka upp demó og flest annað.
Afhverju á ég að vera installa GUI, hverju breytir það fyrir meðal CS spilarann?
Eina sem ég sé að muni muna fyrir mig, er það að ég mun vera neyddur til að spila með öðruvísi buyscripti,án consoles(get ekki séð hver sagði hvað,eða t.d einhver er headshottaður þá get ég ekki kíkt í console og séð með hvaða vopni og margt fleira.) og í stað consoles mun ég þurfa að brúka leiðinlegan(afsakið) músastýrðan menu.
Ég veit ekki með ykkur en ég hataði þennan músastýrða buymenu sem kom í 1.0 eða hvenær sem það var, gamli góði var miklu betri.
Aftur spyr ég, afhverju þarf ég GUI?, Já hann samhæfir útlit innviðs counterstrike menúana(áður en þú ferð í leikinn),hann lætur alla vera með sama buyscriptið og já “sama” configgið nánast.
En tilhvers þarf þetta þegar að WWCL kemur í veg fyrir allar _ólöglegar_ config skipanir sem mögulega gætu verið brúkaðar.
Svo þegar að skjálfta kemur verða eflaust þónokkuð margir sem lenda í einhverskonar vandræðum útaf SkjálftaGUI og þeim config sem með honum fylgir, t.d í tengslum við snd_mixhead skipunina, sem getur ollið laggi í hljóði hjá fólki.
Tilhvers?
Endilega komið með ykkar rök fyrir því afhverju við ættum að nota SkjálftaGUI og reynum að hafa svör almennileg og með einhverjum tilgangi.
Drake | Some0ne