Sæl öll sömul,
Það er best að byrja á: Ég er með 512 adsl hjá Íslandssíma og bý við Kringluna.
Eins og flestir vita, annaðhvort eftir að hafa reynt á eigin skinni eða heyrt „vælið“, þá hafa verið erfiðleikar með ADSL tengingar. Counter-Strike spilarar hafa verið að fá CHOKE, LOSS, hátt MS og SPIKES eins nerðirnir kalla það.
Fyrir þennan venjulega leikmann þá þýðir þetta einfaldlega að þú getur ekki fraggað rassgat og glock virkar betur en AK-47 á skotmark á hreyfingu.
Ég hafði eins og margir aðrir sloppið blessunarlega við þetta vesen allt saman þar til núna fyrir nokkrum vikum….
Ég byrjaði að pinga hærra en vanalega… svo liðu nokkrir dagar… ég byrjaði að fá feitt MS… nokkrir dagar… ég fór í 60 í choke með cl_updaterate á 20… nokkrir dagar… ég losnaði við allt þetta en fékk staðinn algjörlega fast 10 í loss (cl_cmdrate)

10 í loss er = gleymdu því að spila counter-strike við menn sem eru með 0 í loss. Ég spilaði leik í thursanum við IFF svona og það er skemmst frá því að segja að ef þeir komu ekki beint á móti mér… þá gat ég gleymt þessu.D
Eftir þá lífsreynslu benti [GGRN]Mushter mér á að pinga servera:
run: CMD
pathping iptala á server(ekki 27015)

Ég var og er með ca. 15% loss á tveimur stöðum á leið minni á hina ágætu MANIU og alla aðra servera (nema FORTRESS). Báðir þessir staðir voru niðri í MÚLA, annar merktur Íslandssíma og hinn Landssímanum. Eftir að hafa komist að því að ég get spilað á FORTRESS serverunum með 0 í choke 0 í loss (cl_updaterate og cmdrate á 100) ákvað ég að hringja í Íslandssíma og það er nú ástæðan fyrir því að ég set þetta í sérstaka grein.

Ég rakti mína sögu fyrir Íslandssímamönnum og þeir hringdu tvisvar sinnum í mig til baka. Þeir vita af þessu vandamáli, OG þeir ÆTLA að laga þetta í næstu viku (hringt 20.2.2003)
Það er bilun í einhverjum nýjum „kassa“ eða einhverju álíka niðri í MÚLA og eins og áður sagði LOFUÐU þeir því að laga þetta í næstu viku. Sem eru mjög góðar fréttir fyrir mig, Mushter og alla hina sem geta ekki spilað lengur Counter-Strike á netinu.

Að fenginni reynslu úr heimi þjónustufyrirtækja í tæknibransanum þá er best að teygja þessa viku og gef ég þeim tíma til 10. mars að laga þetta (12 virkir dagar.)
Vonum hið besta og sjáum til hvort að Íslandssími haldi áfram að standa sig fyrir mig og flesta aðra viðskiptavini sína.

*SpEaRs*Virgin
*SpEaRs*Virgin